Enski boltinn

Ronaldo vill engu lofa

Ronaldo handleikur Evrópubikarinn
Ronaldo handleikur Evrópubikarinn AFP

Cristiano Ronaldo vill ekki gefa nein loforð út um framtíð sína hjá Manchester United og hefur með því kveikt enn á ný í orðrómum um að hann muni fara frá félaginu.

Ronaldo skoraði enn eitt markið fyrir lið sitt í gær og þó hann hafi reyndar misnotað spyrnu sína í vítakeppninni, er ljóst að hann hefur stimplað sig rækilega inn í sögu félagsins eftir stórkostlega leiktíð.

Ronaldo hefur lengi verið orðaður við risasölu til Real Madrid fyrir allt að 100 milljónir punda, sem eðlilega yrði metsala.

Hinn 23 ára gamli leikmaður vill engu lofa um framtíð sína.

"Ég vil engu lofa. Ég lofa hvorki móður minni né stuðningsmönnum. Ég vil vera áfram hjá United, en enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Við munum sjá til á næstu tveimur vikum eða svo," sagði Ronaldo. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×