Malala snýr aftur til Pakistan í fyrsta sinn eftir skotárásina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2018 23:33 Malala Yousafzai hefur barist fyrir réttindum kvenna af miklum krafti. Vísir/Getty Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai sneri aftur til Pakistan í gær í fyrsta skipti frá því að vígamenn Talibana réðust á hana og særðu hana lífshættulega árið 2012. CNN greinir frá. Malala er nú tvítug en hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hún var skotin í höfuðið á leið heim úr skóla af manni sem var andvígur því að stúlkur fengju að ganga í skóla. Hafði hún árum saman barist fyrir skólagöngu stúlkna í Pakistan og opinberlega gagnrýnt talibana sem fóru um skeið með völdin í Swat-dalnum í Pakistan þar sem hún bjó. Var hún aðeins ellefu ára gömul þegar hún byrjaði að skrifa blogg undir dulnefni þar sem hún lýsti lífinu undir stjórn talibana í Swat-dalnum. Eftir skotárásina var hún flutt til Birmingham í Englandi til aðhlynningar þar sem hún og fjölskylda hennar settust að. Þaðan hélt hún áfram baráttu sinni fyrir réttindum stúlkna til skólagöngu og hlaut hún friðarverðlaun Nóbels árið 2014, þá sautján ára gömul, yngst allra nóbelsverðlaunahafa. Malala hefur lengi talað fyrir því að snúa aftur til Pakistan og í gær sást hún á flugvellinum í Islamabad, höfuðborg Pakistan, ásamt foreldrum sínum, í fylgd öryggisvarða. Lítið hefur verið gefið upp um hvað Malala hyggst gera í Pakistan en fastlega er gert ráð fyrir því að hún muni funda með Shahid Khaqan Abbasi, forsætisráðherra Pakistan. Tengdar fréttir Malala Yousafzai tekur við Friðarverðlaunum Nóbels Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai mun í dag veita Friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló. 10. desember 2014 09:23 Talibani skaut unga stúlku Talibani skaut 14 ára aðgerðarsinnaða stúlku í Pakistan í dag vegna skoðana hennar. Atvikið gæti markað tímamót og snúið almenningi gegn herskáum öfgamönnum. 9. október 2012 22:12 Malala fær inngöngu í Oxford Malala Yousafzai, yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels, hefur fengið inngöngu í Oxford háskóla. 17. ágúst 2017 11:51 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai sneri aftur til Pakistan í gær í fyrsta skipti frá því að vígamenn Talibana réðust á hana og særðu hana lífshættulega árið 2012. CNN greinir frá. Malala er nú tvítug en hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hún var skotin í höfuðið á leið heim úr skóla af manni sem var andvígur því að stúlkur fengju að ganga í skóla. Hafði hún árum saman barist fyrir skólagöngu stúlkna í Pakistan og opinberlega gagnrýnt talibana sem fóru um skeið með völdin í Swat-dalnum í Pakistan þar sem hún bjó. Var hún aðeins ellefu ára gömul þegar hún byrjaði að skrifa blogg undir dulnefni þar sem hún lýsti lífinu undir stjórn talibana í Swat-dalnum. Eftir skotárásina var hún flutt til Birmingham í Englandi til aðhlynningar þar sem hún og fjölskylda hennar settust að. Þaðan hélt hún áfram baráttu sinni fyrir réttindum stúlkna til skólagöngu og hlaut hún friðarverðlaun Nóbels árið 2014, þá sautján ára gömul, yngst allra nóbelsverðlaunahafa. Malala hefur lengi talað fyrir því að snúa aftur til Pakistan og í gær sást hún á flugvellinum í Islamabad, höfuðborg Pakistan, ásamt foreldrum sínum, í fylgd öryggisvarða. Lítið hefur verið gefið upp um hvað Malala hyggst gera í Pakistan en fastlega er gert ráð fyrir því að hún muni funda með Shahid Khaqan Abbasi, forsætisráðherra Pakistan.
Tengdar fréttir Malala Yousafzai tekur við Friðarverðlaunum Nóbels Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai mun í dag veita Friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló. 10. desember 2014 09:23 Talibani skaut unga stúlku Talibani skaut 14 ára aðgerðarsinnaða stúlku í Pakistan í dag vegna skoðana hennar. Atvikið gæti markað tímamót og snúið almenningi gegn herskáum öfgamönnum. 9. október 2012 22:12 Malala fær inngöngu í Oxford Malala Yousafzai, yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels, hefur fengið inngöngu í Oxford háskóla. 17. ágúst 2017 11:51 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Malala Yousafzai tekur við Friðarverðlaunum Nóbels Pakistanska baráttukonan Malala Yousafzai mun í dag veita Friðarverðlaunum Nóbels viðtöku við hátíðlega athöfn í Osló. 10. desember 2014 09:23
Talibani skaut unga stúlku Talibani skaut 14 ára aðgerðarsinnaða stúlku í Pakistan í dag vegna skoðana hennar. Atvikið gæti markað tímamót og snúið almenningi gegn herskáum öfgamönnum. 9. október 2012 22:12
Malala fær inngöngu í Oxford Malala Yousafzai, yngsti einstaklingurinn til að hreppa friðarverðlaun Nóbels, hefur fengið inngöngu í Oxford háskóla. 17. ágúst 2017 11:51