Innlent

Landsmönnum fjölgaði um þrjú prósent

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
330.559 bjuggu í þéttbýli og fjölgaði um 13.655 á milli ára en í dreifbýli og smærri byggðakjörnum bjuggu 22.048.
330.559 bjuggu í þéttbýli og fjölgaði um 13.655 á milli ára en í dreifbýli og smærri byggðakjörnum bjuggu 22.048. vísir/ernir
Þann 1. janúar síðastliðinn voru landsmenn samtals 348.450 og hafði þeim þá fjölgað um 10.101 frá því á sama tíma árið 2017, eða um þrjú prósent. Konum fjölgaði um 2,1 prósent, voru 170.850, en körlum fjölgaði um 3,8 prósent, voru 177.600. Þetta kemur fram í mannfjöldatölum sem birtar voru á vef Hagstofunnar í dag.

„Talsverð fólksfjölgun var á höfuðborgarsvæðinu en íbúum þar fjölgaði um 5.606 í fyrra eða 2,6%. Hlutfallslega varð þó mest fólksfjölgun á Suðurnesjum, 7,4%. Einnig fjölgaði íbúum á Suðurlandi (4,6%), Norðurlandi eystra (2,6%), Austurlandi (2,4%) og Vesturlandi (2%), en minna á Vestfjörðum (1,8%) og Norðurlandi vestra (0,5%),“ segir á vef Hagstofunnar.

Þá bjuggu 330.559 í þéttbýli og fjölgaði um 13.655 á milli ára en í dreifbýli og smærri byggðakjörnum bjuggu 22.048. Kjarnafjölskyldur voru svo 82.102 hinn 1. janúar síðastliðinn en skiptingu kjarnafjölskyldna má sjá á myndinni hér fyrir neðan.

Á myndinni má sjá skiptingu kjarnafjölskyldna.hagstofan
„Alls voru 74 sveitarfélög á landinu 1. janúar 2018, en það er óbreyttur fjöldi frá fyrra ári. Sveitarfélögin eru misstór. Alls var íbúatala sjö sveitarfélaga undir 100 en undir 1.000 í 40 sveitarfélögum. Einungis níu sveitarfélög höfðu yfir 5.000 íbúa.“

Nánar má lesa um málið á vef Hagstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×