Skólastarf hófst að nýju 13. október 2005 14:44 Skólastarf hófst á nýjan leik í dag í þeim fimm skólum sem fengu undanþágu til kennslu á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur. Nemendur eru hæstánægðir en tilfinningar hinna fullorðnu eru blendnar. Spurt er hversu sanngjarnt sé að sum fötluð börn fái kennslu en önnur ekki. Undanþágunefnd samþykkti beiðnir frá Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla, Barna- og unglingageðdeild, athvarfi í Vestmannaeyjum og meðferðarheimilinu Hvítárbakka. Meðal kennara heyrast þær raddir að undanþágurnar hafi fengist á tilfinningalegum forsendum, ekki faglegum. Bent er á að sú stefna sem er við lýði, Skóli án aðgreingar, geri auk þess að verkum að fötluð börn innan almenna skólakerfisins sitji heima á meðan fötluð börn í sérskólum fái kennslu, þrátt fyrir að aðstæður þeirra séu álíka. Undir það tekur fulltrúi sveitarfélaga í undanþágunefnd, Sigurður Óli Kolbeinsson, sem telur að beiðnum fyrir nemendur, sem eru alveg eins viðkvæm fyrir röskun á skólastarfi og þau sem ganga í sérskóla, hafi verið hafnað. Dæmi eru um að skólastjórar hafi nú sótt um undanþágu til nefndarinnar í þrígang. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir erfiðara um vik að sækja um og veita alvarlega fötluðum börnum í hinum almenna skóla því það sé mjög flókið mál. Þótt mikil kátína hafi ríkt meðal nemenda á fyrsta skóladeginum í tvær vikur þá var kátínan ekki eins mikil meðal kennaranna. Einar segir tilfinningar þeirra blendnar, þó svo þeir vilji nemendum sínum og fjölskyldum þeirra allt hið besta, því það sé erfitt að fara til starfa þegar baráttunni er lokið og aðrir eru að standa í baráttunni fyrir þessa kennara. Nemendum leist þó prýðisvel á að vera aftur mættir í skólann. Garðar Írisarson segir skemmtilegra að vera í skólanum en að vera heim. Atli Már Haraldsson hlakkar mest til að fara í „bíló“ í skólanum. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Skólastarf hófst á nýjan leik í dag í þeim fimm skólum sem fengu undanþágu til kennslu á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur. Nemendur eru hæstánægðir en tilfinningar hinna fullorðnu eru blendnar. Spurt er hversu sanngjarnt sé að sum fötluð börn fái kennslu en önnur ekki. Undanþágunefnd samþykkti beiðnir frá Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla, Barna- og unglingageðdeild, athvarfi í Vestmannaeyjum og meðferðarheimilinu Hvítárbakka. Meðal kennara heyrast þær raddir að undanþágurnar hafi fengist á tilfinningalegum forsendum, ekki faglegum. Bent er á að sú stefna sem er við lýði, Skóli án aðgreingar, geri auk þess að verkum að fötluð börn innan almenna skólakerfisins sitji heima á meðan fötluð börn í sérskólum fái kennslu, þrátt fyrir að aðstæður þeirra séu álíka. Undir það tekur fulltrúi sveitarfélaga í undanþágunefnd, Sigurður Óli Kolbeinsson, sem telur að beiðnum fyrir nemendur, sem eru alveg eins viðkvæm fyrir röskun á skólastarfi og þau sem ganga í sérskóla, hafi verið hafnað. Dæmi eru um að skólastjórar hafi nú sótt um undanþágu til nefndarinnar í þrígang. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir erfiðara um vik að sækja um og veita alvarlega fötluðum börnum í hinum almenna skóla því það sé mjög flókið mál. Þótt mikil kátína hafi ríkt meðal nemenda á fyrsta skóladeginum í tvær vikur þá var kátínan ekki eins mikil meðal kennaranna. Einar segir tilfinningar þeirra blendnar, þó svo þeir vilji nemendum sínum og fjölskyldum þeirra allt hið besta, því það sé erfitt að fara til starfa þegar baráttunni er lokið og aðrir eru að standa í baráttunni fyrir þessa kennara. Nemendum leist þó prýðisvel á að vera aftur mættir í skólann. Garðar Írisarson segir skemmtilegra að vera í skólanum en að vera heim. Atli Már Haraldsson hlakkar mest til að fara í „bíló“ í skólanum.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira