Höfuðborgarbörn fái fylgd í skólann og ekkert skólahald í Skagafirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2020 21:51 Staðan á Kjalarnesi. Vísir/Jói K. Veðurspár fyrir kvöldið í kvöld hafa að mestu gengið eftir en appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir stærstan hluta landsins. Allt skólahald hefur verið fellt niður í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun og mælst er til þess að foreldrar barna yngri en tólf ára á höfuðborgarsvæinu fylgi börnum í skólann.Appelsínugul viðvörun er í gildi alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum, þar er gul viðvörun látin nægja. Þá eru vegir víða lokaðir, þar með talið þjóðvegur 1 um Kjalarnes og Hellisheiði. Vegunum um Þrengsli og Mosfellsheiði hefur einnig verið lokað og varað er við mjög slæmu skyggni á Reykjanesbraut, en loka þurfti henni um tíma fyrr í kvöld eftir umferðaróhapp. Þá hefur hringveginum verið lokað frá Seljalandsfossi að Vík en mjög hvasst er á Suðausturhorninu samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Þá er hringveginum einnig lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni. Hefur lögreglan á Suðurlandi biðlað til ferðaþjónustuaðila á svæðinu að láta ferðamenn sem þar kunni að vera vita að ekkert vit sé í því að vera á ferðinni á morgun. Á Norðurlandi hefur veginum um Öxnadalsheiði, Vatnsskarð og Þverárfjall verið lokað auk þess sem að Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla er lokað vegna snjóflóðahættu. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland vestra fram eftir degi á morgun og þar hefurt ekin ákvörðun um að fella allt skólahald í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun. Á Vestfjörðum hefur einnig verið hvasst í allan dag og þar hafa velflestir vegir á milli byggðalaga verið lokaðir í dag en nánari upplýsingar um lokanir á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Reykjavík Skagafjörður Skóla - og menntamál Veður Tengdar fréttir Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Ferðalangar eru beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. 13. janúar 2020 17:22 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Veðurspár fyrir kvöldið í kvöld hafa að mestu gengið eftir en appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir stærstan hluta landsins. Allt skólahald hefur verið fellt niður í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun og mælst er til þess að foreldrar barna yngri en tólf ára á höfuðborgarsvæinu fylgi börnum í skólann.Appelsínugul viðvörun er í gildi alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum, þar er gul viðvörun látin nægja. Þá eru vegir víða lokaðir, þar með talið þjóðvegur 1 um Kjalarnes og Hellisheiði. Vegunum um Þrengsli og Mosfellsheiði hefur einnig verið lokað og varað er við mjög slæmu skyggni á Reykjanesbraut, en loka þurfti henni um tíma fyrr í kvöld eftir umferðaróhapp. Þá hefur hringveginum verið lokað frá Seljalandsfossi að Vík en mjög hvasst er á Suðausturhorninu samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Þá er hringveginum einnig lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni. Hefur lögreglan á Suðurlandi biðlað til ferðaþjónustuaðila á svæðinu að láta ferðamenn sem þar kunni að vera vita að ekkert vit sé í því að vera á ferðinni á morgun. Á Norðurlandi hefur veginum um Öxnadalsheiði, Vatnsskarð og Þverárfjall verið lokað auk þess sem að Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla er lokað vegna snjóflóðahættu. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland vestra fram eftir degi á morgun og þar hefurt ekin ákvörðun um að fella allt skólahald í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun. Á Vestfjörðum hefur einnig verið hvasst í allan dag og þar hafa velflestir vegir á milli byggðalaga verið lokaðir í dag en nánari upplýsingar um lokanir á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar.
Reykjavík Skagafjörður Skóla - og menntamál Veður Tengdar fréttir Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Ferðalangar eru beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. 13. janúar 2020 17:22 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Ferðalangar eru beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. 13. janúar 2020 17:22
Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30
Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“