Erlent

Að minnsta kosti tveir látnir í jarðskjálftanum

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Að minnsta kosti tveir eru látnir í Nýja-Sjálandi eftir stóran jarðskjálfta sem reið yfir landið í hádeginu í dag.

Skjálftinn átti upptök sín í grennd við borgina Christchurch og var 7,8 stig á richter. Skjálftinn hratt af stað flóðbylgju sem skall á austurströnd Nýja-Sjálands. Olli hún nokkurri eyðileggingu, til að mynda brotnuðu gluggar í húsum og landbrú í höfn Wellington-borgar hrundi.

Í kjölfar skjálftans var tugþúsundum íbúa gert að yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi hættu á fleiri flóðbylgjum.





Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð nákvæmlega af völdum jarðskjálfans og flóðbylgjunnar.

Hins vegar er ljóst að eyðileggingin er nokkur en að minnsta kosti ein stór bygging hrundi til grunna nálægt sjávarþorpinu Kaikoura á suðureynni. Annar þeirra látnu var staddur í byggingunni þegar skjálftinn reið yfir en ekki er vitað nákvæmlega hvernig andlát hins fórnarlambsins bar að garði. 

Fjöldi bæja á suðureynni eru jafnframt án rafmagns og skemmdir á vegum hafa verið nokkrar. Í meðfylgjandi tísti má sjá mynd af aurskriðu sem féll í skjálftanum. 


Tengdar fréttir

Yfirvöld á Nýja Sjálandi búast við fleiri flóðbylgjum

Yfirvöld á Nýja Sjálandi telja að von sé á fleiri flóðbylgjum og nefna að vænta megi 5 metra hárra flóðbylgna á milli Marlborough, sem staðsett er norðaustan megin á suður eynni, og Banks Peninsula, suður af Christchurch.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×