„Höfum ekki langan tíma" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. nóvember 2016 18:15 Formaður Félags grunnskólakennara telur að deiluaðilar í kjaraviðræðum grunnskólakennara hafi ekki langan tíma til þess að ná nýjum kjarasamningi áður en boðað verði til verkfalls. Hann segir hljóðið í grunnskólakennurum mjög þungt.Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefnd kennara og sveitarfélaganna til fundar á morgun. Kennarar hafa tvistar fellt kjarasamninga sína á þessu ári og hafa verið samningslausir frá því í júní. Frá því að seinni kjarasamningurinn var felldur í byrjun september hefur Félag grunnskólakennara og Samband Íslenskra sveitarfélaga setið á fundum þar sem reynt hefur verið að koma á sáttum í kjaradeilunni. Upp úr þeim viðræðum slitnaði á mánudag og Félag grunnskólakennara vísaði deilunni til Ríkissáttasemjara sem hefur boðað deiluaðila til fundar á morgun. Eftir að síðasti kjarasamningur var felldur fór samninganefnd Félags grunnskólakennara til fundar við kennara víðs vegar um landið það sem kröfum kennara voru gerð betri skil. „Það er ljóst að það þarf að bæta við launaliðinn og bæta ákveðna hluti sem snúa að vinnutímanum okkar. Það er það sem við höfum verið að ræða við sveitarfélögin,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara í dag. Ólafur segir að deiluaðilar séu nokkuð sammála um efnisatriðin í kjaraviðræðunum en spurningin sé alltaf um leiðir til þess að ná endum saman og þar hafi viðræðurnar við sveitarfélögin strandað í síðustu viku. „Við höfum átt ágætis samtal og ég hef enga ástæðu til að ætla en að við tökum það upp svo hjá sáttasemjara en það vantar svolítið uppá þarna á milli,“ segir Ólafur Ólafur segir einnig að mikill hiti sé í félagsmönnum eftir að kjararáð hækkaði laun þingmanna ríflega á kjördag í lok október og svona lýsir hann stöðunni innan stéttarinnar. „Vonbrigði. Þreyta. Búin að fá nóg af stöðunni. Við erum að fara í gegnum þetta aftur á ekkert svo löngum tíma þannig að ég held að það sé ástæða til þess að hafa verulega áhyggjur af stöðunni. Við sjáum það í fjölmiðlum og annarsstaðar að fólk er farið að hugsa um að segja upp,“ segir ÓlafurHvað ætlið þið að gefa þessu langan tíma hjá Ríkissáttasemjara áður en þið boðið til verkfalls„Ja, þú sagðir verkfall. Ég hef áhyggjur af því ef að við þurfum að fara að svo langt að við þurfum að fara hugleiða verkfallsaðgerðir að það muni vera ígildi þess fyrir mjög marga hjá okkur að segja upp frekar. Ég heyri það. En tíma ramminn er mjög stuttur. Ef við ætlum að ná þessu saman án þess að valda verulegum skaða fyrir kennarasamfélagið þá erum við að tala um ekki langan tíma,“ segir Ólafur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Formaður Félags grunnskólakennara telur að deiluaðilar í kjaraviðræðum grunnskólakennara hafi ekki langan tíma til þess að ná nýjum kjarasamningi áður en boðað verði til verkfalls. Hann segir hljóðið í grunnskólakennurum mjög þungt.Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefnd kennara og sveitarfélaganna til fundar á morgun. Kennarar hafa tvistar fellt kjarasamninga sína á þessu ári og hafa verið samningslausir frá því í júní. Frá því að seinni kjarasamningurinn var felldur í byrjun september hefur Félag grunnskólakennara og Samband Íslenskra sveitarfélaga setið á fundum þar sem reynt hefur verið að koma á sáttum í kjaradeilunni. Upp úr þeim viðræðum slitnaði á mánudag og Félag grunnskólakennara vísaði deilunni til Ríkissáttasemjara sem hefur boðað deiluaðila til fundar á morgun. Eftir að síðasti kjarasamningur var felldur fór samninganefnd Félags grunnskólakennara til fundar við kennara víðs vegar um landið það sem kröfum kennara voru gerð betri skil. „Það er ljóst að það þarf að bæta við launaliðinn og bæta ákveðna hluti sem snúa að vinnutímanum okkar. Það er það sem við höfum verið að ræða við sveitarfélögin,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara í dag. Ólafur segir að deiluaðilar séu nokkuð sammála um efnisatriðin í kjaraviðræðunum en spurningin sé alltaf um leiðir til þess að ná endum saman og þar hafi viðræðurnar við sveitarfélögin strandað í síðustu viku. „Við höfum átt ágætis samtal og ég hef enga ástæðu til að ætla en að við tökum það upp svo hjá sáttasemjara en það vantar svolítið uppá þarna á milli,“ segir Ólafur Ólafur segir einnig að mikill hiti sé í félagsmönnum eftir að kjararáð hækkaði laun þingmanna ríflega á kjördag í lok október og svona lýsir hann stöðunni innan stéttarinnar. „Vonbrigði. Þreyta. Búin að fá nóg af stöðunni. Við erum að fara í gegnum þetta aftur á ekkert svo löngum tíma þannig að ég held að það sé ástæða til þess að hafa verulega áhyggjur af stöðunni. Við sjáum það í fjölmiðlum og annarsstaðar að fólk er farið að hugsa um að segja upp,“ segir ÓlafurHvað ætlið þið að gefa þessu langan tíma hjá Ríkissáttasemjara áður en þið boðið til verkfalls„Ja, þú sagðir verkfall. Ég hef áhyggjur af því ef að við þurfum að fara að svo langt að við þurfum að fara hugleiða verkfallsaðgerðir að það muni vera ígildi þess fyrir mjög marga hjá okkur að segja upp frekar. Ég heyri það. En tíma ramminn er mjög stuttur. Ef við ætlum að ná þessu saman án þess að valda verulegum skaða fyrir kennarasamfélagið þá erum við að tala um ekki langan tíma,“ segir Ólafur
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira