Erlent

Ný ríkis­stjórn í smíðum í Finn­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Líkur eru á að Antti Rinne verði næsti forsætisráðherra Finnlands.
Líkur eru á að Antti Rinne verði næsti forsætisráðherra Finnlands. Getty
Finnski Jafnaðarmannaflokkurinn hyggst reyna að mynda nýja samsteypustjórn með Miðflokknum og þremur minni flokkum. Frá þessu greina finnskir fjölmiðlar í morgun.

Ríkisfjölmiðillinn YLE segir frá því að Miðflokkurinn, sem leiddi ríkisstjórn hægriflokka á síðasta kjörtímabili, hafi samþykkt að mynda stjórn með Jafnaðarmannaflokknum sem varð stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar sem fram fóru 19. apríl síðastliðinn.

Sænski þjóðarflokkurinn, Græningjar og Vinstra sambandið myndu sömuleiðis eiga aðild að nýrri stjórn, en stjórnarmyndunarviðræður flokkanna hefjast síðar í dag. Antti Rinne, formaður Jafnaðarmannaflokksins, yrði forsætisráðherra í slíkri stjórn.

Rinne sagði á blaðamannafundi að Jafnaðarmannaflokkurinn ætti besta samleið með þessum fjórum flokkum þegar kæmi að hugmyndum hans um efnahag landsins, atvinnulífið og loftslagsmál.


Tengdar fréttir

Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi

Stjórnarmyndun gæti reynst erfið eftir þingkosningar í Finnlandi sem fram fóru í gær. Miðflokkur forsætisráðherrans Juha Sipilä tapaði miklu fylgi en Jafnaðarmenn og Finnaflokkurinn berjast um að verða stærsti flokkurinn á þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×