Milljarða vantar til að viðhalda vegum Svavar Hávarðsson skrifar 10. apríl 2014 10:51 Viðhald á bundnu slitlagi er hvað mikilvægast við að halda við samgöngumannvirkjum. Fréttablaðið/GVA Vegagerðin hefur aðeins 60 til 70 prósent þess fjármagns úr að spila á ári hverju sem þarf til að viðhalda vegakerfinu hér á landi svo vel sé. „Ef við ætlum að fyrirbyggja mikil fjárútlát í framtíðinni þá þarf að sinna þessu betur,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Hér hafi fjárveitingar til viðhalds í raun aldrei farið saman við viðhaldsþörf. Þörf á nýframkvæmdum sé svo mikil að jafnvægi á milli þeirra og viðhalds náist ekki. „Hvað varðar fjárveitingarnar þá dugir ekki einu sinni þó þær séu ekki skornar niður í krónutölu. Virði þeirra fer minnkandi með ári hverju, bæði með verðbreytingum og þá hafa olíuverðshækkanir mikil áhrif á kostnað við viðhald vega – bæði vegna notkunar tækja og vegna kaupa á efni til viðhalds eins og asfalti til að leggja bundið slitlag.“ Vandinn hafi verið að smásafnast upp, sér í lagi árin eftir hrun. Þá fór heildarfjárveiting til verkefna Vegagerðarinnar úr um þrjátíu milljörðum og niður í rúmlega fimmtán milljarða. Í dag þyrfti Vegagerðin minnst sjö til átta milljarða á ári en verður að gera sér fimm að góðu. „Það segir sig sjálft að þetta kemur niður á viðhaldi og þjónustu, en það er ekki bundið við Ísland að erfiðara sé að fá fjármagn til viðhalds en nýframkvæmda. Það hafa ekki orðið nein stóráföll en ef ekki verður bætt í fjárveitingar til viðhalds þá fara töluvert stórir kaflar í vegakerfinu að skemmast.“ Þá segir Hreinn viðgerðir miklu kostnaðarsamari en viðhald. „Þetta snýr helst að viðhaldi bundinna slitlaga, sem er mikil fjárfesting. En án viðhalds molnar burðarlagið undir slitlaginu og ef það er ekki endurnýjað á viðeigandi hátt getur vegurinn nánast hrunið á löngum köflum á einu vori og mjög dýrt að bregðast við því,“ segir hann, en bætir við að nú sjái jafnvel til sólar hvað varði þennan lið fjárveitinga og vonar að botni sé náð.Ástand veganna versnar ár frá ári Lengd bundins slitlags á þjóðvegum var um 5.368 kílómetrar í árslok 2011. Fram til 2010 svaraði árleg endurnýjun bundinna slitlaga til 10–12% af flatarmáli vega sem jafngildir því að slitlag sé allt endurnýjað á 8–10 ára tímabili. Hækkun á verði asfalts hefur gert að verkum að fjárveitingar til viðhalds á bundnu slitlagi nægja nú einungis til endurnýjunar á 12–14 árum, langt umfram endingartíma, að því er fram kemur í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2013–2016. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Vegagerðin hefur aðeins 60 til 70 prósent þess fjármagns úr að spila á ári hverju sem þarf til að viðhalda vegakerfinu hér á landi svo vel sé. „Ef við ætlum að fyrirbyggja mikil fjárútlát í framtíðinni þá þarf að sinna þessu betur,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Hér hafi fjárveitingar til viðhalds í raun aldrei farið saman við viðhaldsþörf. Þörf á nýframkvæmdum sé svo mikil að jafnvægi á milli þeirra og viðhalds náist ekki. „Hvað varðar fjárveitingarnar þá dugir ekki einu sinni þó þær séu ekki skornar niður í krónutölu. Virði þeirra fer minnkandi með ári hverju, bæði með verðbreytingum og þá hafa olíuverðshækkanir mikil áhrif á kostnað við viðhald vega – bæði vegna notkunar tækja og vegna kaupa á efni til viðhalds eins og asfalti til að leggja bundið slitlag.“ Vandinn hafi verið að smásafnast upp, sér í lagi árin eftir hrun. Þá fór heildarfjárveiting til verkefna Vegagerðarinnar úr um þrjátíu milljörðum og niður í rúmlega fimmtán milljarða. Í dag þyrfti Vegagerðin minnst sjö til átta milljarða á ári en verður að gera sér fimm að góðu. „Það segir sig sjálft að þetta kemur niður á viðhaldi og þjónustu, en það er ekki bundið við Ísland að erfiðara sé að fá fjármagn til viðhalds en nýframkvæmda. Það hafa ekki orðið nein stóráföll en ef ekki verður bætt í fjárveitingar til viðhalds þá fara töluvert stórir kaflar í vegakerfinu að skemmast.“ Þá segir Hreinn viðgerðir miklu kostnaðarsamari en viðhald. „Þetta snýr helst að viðhaldi bundinna slitlaga, sem er mikil fjárfesting. En án viðhalds molnar burðarlagið undir slitlaginu og ef það er ekki endurnýjað á viðeigandi hátt getur vegurinn nánast hrunið á löngum köflum á einu vori og mjög dýrt að bregðast við því,“ segir hann, en bætir við að nú sjái jafnvel til sólar hvað varði þennan lið fjárveitinga og vonar að botni sé náð.Ástand veganna versnar ár frá ári Lengd bundins slitlags á þjóðvegum var um 5.368 kílómetrar í árslok 2011. Fram til 2010 svaraði árleg endurnýjun bundinna slitlaga til 10–12% af flatarmáli vega sem jafngildir því að slitlag sé allt endurnýjað á 8–10 ára tímabili. Hækkun á verði asfalts hefur gert að verkum að fjárveitingar til viðhalds á bundnu slitlagi nægja nú einungis til endurnýjunar á 12–14 árum, langt umfram endingartíma, að því er fram kemur í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2013–2016.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira