Milljarða vantar til að viðhalda vegum Svavar Hávarðsson skrifar 10. apríl 2014 10:51 Viðhald á bundnu slitlagi er hvað mikilvægast við að halda við samgöngumannvirkjum. Fréttablaðið/GVA Vegagerðin hefur aðeins 60 til 70 prósent þess fjármagns úr að spila á ári hverju sem þarf til að viðhalda vegakerfinu hér á landi svo vel sé. „Ef við ætlum að fyrirbyggja mikil fjárútlát í framtíðinni þá þarf að sinna þessu betur,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Hér hafi fjárveitingar til viðhalds í raun aldrei farið saman við viðhaldsþörf. Þörf á nýframkvæmdum sé svo mikil að jafnvægi á milli þeirra og viðhalds náist ekki. „Hvað varðar fjárveitingarnar þá dugir ekki einu sinni þó þær séu ekki skornar niður í krónutölu. Virði þeirra fer minnkandi með ári hverju, bæði með verðbreytingum og þá hafa olíuverðshækkanir mikil áhrif á kostnað við viðhald vega – bæði vegna notkunar tækja og vegna kaupa á efni til viðhalds eins og asfalti til að leggja bundið slitlag.“ Vandinn hafi verið að smásafnast upp, sér í lagi árin eftir hrun. Þá fór heildarfjárveiting til verkefna Vegagerðarinnar úr um þrjátíu milljörðum og niður í rúmlega fimmtán milljarða. Í dag þyrfti Vegagerðin minnst sjö til átta milljarða á ári en verður að gera sér fimm að góðu. „Það segir sig sjálft að þetta kemur niður á viðhaldi og þjónustu, en það er ekki bundið við Ísland að erfiðara sé að fá fjármagn til viðhalds en nýframkvæmda. Það hafa ekki orðið nein stóráföll en ef ekki verður bætt í fjárveitingar til viðhalds þá fara töluvert stórir kaflar í vegakerfinu að skemmast.“ Þá segir Hreinn viðgerðir miklu kostnaðarsamari en viðhald. „Þetta snýr helst að viðhaldi bundinna slitlaga, sem er mikil fjárfesting. En án viðhalds molnar burðarlagið undir slitlaginu og ef það er ekki endurnýjað á viðeigandi hátt getur vegurinn nánast hrunið á löngum köflum á einu vori og mjög dýrt að bregðast við því,“ segir hann, en bætir við að nú sjái jafnvel til sólar hvað varði þennan lið fjárveitinga og vonar að botni sé náð.Ástand veganna versnar ár frá ári Lengd bundins slitlags á þjóðvegum var um 5.368 kílómetrar í árslok 2011. Fram til 2010 svaraði árleg endurnýjun bundinna slitlaga til 10–12% af flatarmáli vega sem jafngildir því að slitlag sé allt endurnýjað á 8–10 ára tímabili. Hækkun á verði asfalts hefur gert að verkum að fjárveitingar til viðhalds á bundnu slitlagi nægja nú einungis til endurnýjunar á 12–14 árum, langt umfram endingartíma, að því er fram kemur í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2013–2016. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Vegagerðin hefur aðeins 60 til 70 prósent þess fjármagns úr að spila á ári hverju sem þarf til að viðhalda vegakerfinu hér á landi svo vel sé. „Ef við ætlum að fyrirbyggja mikil fjárútlát í framtíðinni þá þarf að sinna þessu betur,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Hér hafi fjárveitingar til viðhalds í raun aldrei farið saman við viðhaldsþörf. Þörf á nýframkvæmdum sé svo mikil að jafnvægi á milli þeirra og viðhalds náist ekki. „Hvað varðar fjárveitingarnar þá dugir ekki einu sinni þó þær séu ekki skornar niður í krónutölu. Virði þeirra fer minnkandi með ári hverju, bæði með verðbreytingum og þá hafa olíuverðshækkanir mikil áhrif á kostnað við viðhald vega – bæði vegna notkunar tækja og vegna kaupa á efni til viðhalds eins og asfalti til að leggja bundið slitlag.“ Vandinn hafi verið að smásafnast upp, sér í lagi árin eftir hrun. Þá fór heildarfjárveiting til verkefna Vegagerðarinnar úr um þrjátíu milljörðum og niður í rúmlega fimmtán milljarða. Í dag þyrfti Vegagerðin minnst sjö til átta milljarða á ári en verður að gera sér fimm að góðu. „Það segir sig sjálft að þetta kemur niður á viðhaldi og þjónustu, en það er ekki bundið við Ísland að erfiðara sé að fá fjármagn til viðhalds en nýframkvæmda. Það hafa ekki orðið nein stóráföll en ef ekki verður bætt í fjárveitingar til viðhalds þá fara töluvert stórir kaflar í vegakerfinu að skemmast.“ Þá segir Hreinn viðgerðir miklu kostnaðarsamari en viðhald. „Þetta snýr helst að viðhaldi bundinna slitlaga, sem er mikil fjárfesting. En án viðhalds molnar burðarlagið undir slitlaginu og ef það er ekki endurnýjað á viðeigandi hátt getur vegurinn nánast hrunið á löngum köflum á einu vori og mjög dýrt að bregðast við því,“ segir hann, en bætir við að nú sjái jafnvel til sólar hvað varði þennan lið fjárveitinga og vonar að botni sé náð.Ástand veganna versnar ár frá ári Lengd bundins slitlags á þjóðvegum var um 5.368 kílómetrar í árslok 2011. Fram til 2010 svaraði árleg endurnýjun bundinna slitlaga til 10–12% af flatarmáli vega sem jafngildir því að slitlag sé allt endurnýjað á 8–10 ára tímabili. Hækkun á verði asfalts hefur gert að verkum að fjárveitingar til viðhalds á bundnu slitlagi nægja nú einungis til endurnýjunar á 12–14 árum, langt umfram endingartíma, að því er fram kemur í tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir árin 2013–2016.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira