Forviða á hugmyndum um niðurskurð til Rannsóknasjóðs Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. desember 2018 06:00 Prófessor segir Ísland standa nágrannalöndum langt að baki í fjármögnun háskóla og vísindastarfs. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Þetta er svolítill skellur en meirihluti fjárlaganefndar hyggst skera framlög til Rannsóknasjóðs niður um tæpar 150 milljónir. Við fréttum þetta bara í síðustu viku. Rannsóknasjóður er grunnvísindasjóður og í raun stoðin undir öll grunnvísindi á Íslandi. Hann er samt mjög lítill og það er hörð samkeppni um úthlutanir,“ segir Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslendinga. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið segir að draga eigi úr útgjaldavexti til vísinda og samkeppnissjóða í rannsóknum um tæpar 147 milljónir. „Þetta skýtur svo skökku við en þarna verður um 17 prósenta niðurskurður á nýveitingum styrkja. Það eru um tíu verkefnastyrkir. Ég held að þingmenn séu ekki meðvitaðir um það hvað þetta er stór breyting og hefur mikil áhrif.“ Hún segir Vísindafélagið og þá vísindamenn sem hún hafi rætt við forviða. „Við hefðum frekar búist við að það yrði bætt við í sjóðina.“ Hafin er undirskriftasöfnun meðal vísindamanna til að mótmæla þessum áformum og þá hyggjast þeir mæta á þingpalla á morgun. Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild Háskólans og yfirlæknir á augndeild Landspítala, tekur undir þetta og segir að verið sé að taka lítið skref til baka. „Þegar kemur að fjármögnun háskóla og rannsókna erum við langt frá þeim þjóðum sem við viljum miða okkur við.“ Hann bendir á að bandarísk stjórnvöld hafi gefið það út að 75 prósent hagvaxtar landsins frá lokum seinni heimsstyrjaldar komi í gegnum rannsóknir og þróun. „Bandaríkjamenn hafa verið fremstir en eiginlega allar aðrar þjóðir eru að reyna fara sömu leið og byggja sína framtíð á rannsóknum og nýsköpun.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Þetta er svolítill skellur en meirihluti fjárlaganefndar hyggst skera framlög til Rannsóknasjóðs niður um tæpar 150 milljónir. Við fréttum þetta bara í síðustu viku. Rannsóknasjóður er grunnvísindasjóður og í raun stoðin undir öll grunnvísindi á Íslandi. Hann er samt mjög lítill og það er hörð samkeppni um úthlutanir,“ segir Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslendinga. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar við 2. umræðu um fjárlagafrumvarpið segir að draga eigi úr útgjaldavexti til vísinda og samkeppnissjóða í rannsóknum um tæpar 147 milljónir. „Þetta skýtur svo skökku við en þarna verður um 17 prósenta niðurskurður á nýveitingum styrkja. Það eru um tíu verkefnastyrkir. Ég held að þingmenn séu ekki meðvitaðir um það hvað þetta er stór breyting og hefur mikil áhrif.“ Hún segir Vísindafélagið og þá vísindamenn sem hún hafi rætt við forviða. „Við hefðum frekar búist við að það yrði bætt við í sjóðina.“ Hafin er undirskriftasöfnun meðal vísindamanna til að mótmæla þessum áformum og þá hyggjast þeir mæta á þingpalla á morgun. Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild Háskólans og yfirlæknir á augndeild Landspítala, tekur undir þetta og segir að verið sé að taka lítið skref til baka. „Þegar kemur að fjármögnun háskóla og rannsókna erum við langt frá þeim þjóðum sem við viljum miða okkur við.“ Hann bendir á að bandarísk stjórnvöld hafi gefið það út að 75 prósent hagvaxtar landsins frá lokum seinni heimsstyrjaldar komi í gegnum rannsóknir og þróun. „Bandaríkjamenn hafa verið fremstir en eiginlega allar aðrar þjóðir eru að reyna fara sömu leið og byggja sína framtíð á rannsóknum og nýsköpun.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira