Innlent

Vilja tryggja á sjötta hundrað ársverk

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs. Mynd/ Vilhelm.
Dagur B. Eggertsson er formaður borgarráðs. Mynd/ Vilhelm.
Fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar er á dagskrá á borgarstjórnarfundi í dag samhliða síðari umræðu um fjárhagsáætlun. Fjárfestingaráætlunin gerir ráð fyrir að 6,5 milljörðum króna verði varið til fjárfestinga.

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að þetta sé umtalsverð aukning frá því sem gert var ráð fyrir í gildandi þriggja ára áætlun, en svipuð fjárhæð og á þessu ári. Dagur segir að með þessum áherslubreytingum sé stuðlað að framkvæmdum og auknu atvinnuframboði.

Áætlað er að á bilinu 530-580 bein ársverk geti verið að ræða, auk afleiddra starfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×