Erlent

Löggan skoðar vatnsfallbyssur

Óli Tynes skrifar
Hvar er sápan?
Hvar er sápan?

Háttsettur breskur lögregluforingi hefur ljáð máls á því að lögreglan skoði að nota vatnsfallbyssur til þess að hafa stjórn á fjöldamótmælum. Mótmælagöngur stúdenta undanfarnar vikur þykja hafa farið úr böndunum.

Tugir lögreglumanna hafa slasast og margir þurft að fara á sjúkrahús. Bob Broadhurst lögregluforingi sagði í samtali við Sky fréttastofuna að það væri heimskulegt af þeim að skoða ekki alla möguleika. Vatnsfallbyssur yrðu þó ekki teknar í notkun á götum Lundúna fyrr en eftir ítarlega skoðun og umfjöllun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×