Erlent

Fulltrúar frá FBI aðstoða sænsku lögregluna

Fulltrúar frá bandarísku alríkislögreglunni FBI eru nú á leið til Stokkhólms í Svíþjóð en þeir munu aðstoða sænsku lögregluna í rannsókn hennar á tildrögum hryðjuverkaárásarinnar í Dronninggade um síðustu helgi.

Alls munu sjö FBI menn aðstoða Svíana en þeir eru allir sérfræðingar í sprengjugerð og hvernig eigi að rekja uppruna sprengja á borð við þá sem notuð var.

Sænska lögreglan segir að rannsóknin hingað til hafi leitt í ljós að sprengjan sprakk of snemma en sprengjumaðurinn var á gangi í átt að hópi fólks þegar það gerðist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×