Sport

Glazer kominn í 74,8%

Red Football Limited, fyrirtæki ameríska auðnjöfursins Malcolm Glazer, á nú 74,8% af hlutabréfum Manchester United að því er fram kom á Sky sjónvarpsstöðinni bresku síðdegis. Fari eignarhluturinn yfir 75% verður að afskrá félagið af hlutabréfamarkaði og mun Glazer þá loks leggja fram margumrætt formlegt kauptilboð í félagið. Gríðarleg mótmæli eiga sér stað fyrir utan Old Trafford heimavöll Man Utd og samkvæmt nýrri könnun í breskum fjölmiðlum segjast 93% stuðningsmanna félagsins vera á móti yfirtökunni. SKY sjónvarpsstöðinni birti niðurstöður könnunar sinnar síðdegis þar sem 76% áhorfenda stöðvarinnar telja dýrðardaga Man Utd vera liðna með yfirtöku Glazer. Hvorki Glazer sjálfur né stjórn Man Utd láta í sér heyra þó óánægjan kraumi meðal stuðningsmanna en stjórnin hefur lofað að senda frá sér álit um leið og formlegt kauptilboð frá Glazer liggur á borðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×