Lækkun vaxta jafnvel besta búbótin Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2014 10:09 Vísir/Bítið „Ég tel að það sé hægt að lækka vexti án þess að verðbólga fari úr böndunum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi skuldaleiðréttingafrumvarpið og hvað það þýddi. Einnig ræddi Sigmundur um gjaldeyrishöftin og vaxtastefnu Seðlabankans. Undir lok viðtalsins sem hægt er að hlusta á hér að ofan var Sigmundur spurður út í afnám gjaldeyrishaftanna og hvort mögulegt væri að afnema þau á þessu ári. Umræðan hefst á mínútu 19. „Það á vera hægt. Ef að menn sjá ljósið og átta sig því að það er ekki hægt að ætlast til þessað höftum sé aflétt eingöngu af hópi vogunarsjóða. Þeim hleypt út og restin af samfélaginu skilin eftir með stærra vandamál.“ „Ef menn gera sér grein fyrir því að það þurfa allir að skipta með sér byrðunum þá á að vera hægt að gera þetta mjög hratt,“ sagði Sigmundur. Þá sneri umræðan að vöxtum hér á landi og hve háir þeir væru. „Maður heyrir mikið um það talað og eðlilega. Ég hef nú verið mjög gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans og stundum verið sakaður um að ryðjast inn á sjálfstæði bankans með því.“ „Reyndar segir nú í lögum um Seðlabankann að honum beri að framfylgja stefnu stjórnvalda að því marki að það ógni ekki verðstöðugleika. En það er meginmarkmið Seðlabankans að tryggja verðstöðugleika. Það hefur verið mat bankans að hann þurfi að halda þetta háum vöxtum til að tryggja verðstöðugleika í landinu,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagðist þó ekki vera sammála því mati, sem og margir aðrir. „Hér hefur verðbólga ekki stafað af þenslu innanlands. Eftirspurn hefur verið í lágmarki. Það hefur ekki verið vandamálið. Auk þess erum við lokuð inn í höftum. Í því ætti að felast tækifæri til að lækka vextina sem að eru algjörlega úr samræmi við allt sem við sjáum í öðrum löndum.“ „Það er ekki bara hægt að kenna gjaldmiðlinum um það vegna þess að í öðrum löndum þar sem eru ýmis konar gjaldmiðlar eru jafnvel neikvæðir raunvextir. Það er að segja að verðbólgan sé hærri en sem nemur vöxtum Seðlabankans.“ Sigmundur sagðist telja að á Íslandi væru allar forsendur til lækkunar vaxta og sagði það í raun mikilvægt. „Það getur verið óþægilegt að vera ósammála mönnum um svona stóran hlut, en það er það sérstaklega vegna þess að þetta skiptir svo miklu máli varðandi uppbyggingu og fjárfestingu sem er nauðsynleg til að bæta kjör.“ Aðspurður hvort besta búbótin fyrir alla, væri jafnvel að lækka vexti sagði Sigmundur: „Það gæti vel verið það já. á meðan menn missa ekki tök á verðbólgunni. Ég tel að það sé hægt að lækka vexti án þess að verðbólga fari úr böndunum.“ Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Ég tel að það sé hægt að lækka vexti án þess að verðbólga fari úr böndunum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Hann var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi skuldaleiðréttingafrumvarpið og hvað það þýddi. Einnig ræddi Sigmundur um gjaldeyrishöftin og vaxtastefnu Seðlabankans. Undir lok viðtalsins sem hægt er að hlusta á hér að ofan var Sigmundur spurður út í afnám gjaldeyrishaftanna og hvort mögulegt væri að afnema þau á þessu ári. Umræðan hefst á mínútu 19. „Það á vera hægt. Ef að menn sjá ljósið og átta sig því að það er ekki hægt að ætlast til þessað höftum sé aflétt eingöngu af hópi vogunarsjóða. Þeim hleypt út og restin af samfélaginu skilin eftir með stærra vandamál.“ „Ef menn gera sér grein fyrir því að það þurfa allir að skipta með sér byrðunum þá á að vera hægt að gera þetta mjög hratt,“ sagði Sigmundur. Þá sneri umræðan að vöxtum hér á landi og hve háir þeir væru. „Maður heyrir mikið um það talað og eðlilega. Ég hef nú verið mjög gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans og stundum verið sakaður um að ryðjast inn á sjálfstæði bankans með því.“ „Reyndar segir nú í lögum um Seðlabankann að honum beri að framfylgja stefnu stjórnvalda að því marki að það ógni ekki verðstöðugleika. En það er meginmarkmið Seðlabankans að tryggja verðstöðugleika. Það hefur verið mat bankans að hann þurfi að halda þetta háum vöxtum til að tryggja verðstöðugleika í landinu,“ sagði Sigmundur. Sigmundur sagðist þó ekki vera sammála því mati, sem og margir aðrir. „Hér hefur verðbólga ekki stafað af þenslu innanlands. Eftirspurn hefur verið í lágmarki. Það hefur ekki verið vandamálið. Auk þess erum við lokuð inn í höftum. Í því ætti að felast tækifæri til að lækka vextina sem að eru algjörlega úr samræmi við allt sem við sjáum í öðrum löndum.“ „Það er ekki bara hægt að kenna gjaldmiðlinum um það vegna þess að í öðrum löndum þar sem eru ýmis konar gjaldmiðlar eru jafnvel neikvæðir raunvextir. Það er að segja að verðbólgan sé hærri en sem nemur vöxtum Seðlabankans.“ Sigmundur sagðist telja að á Íslandi væru allar forsendur til lækkunar vaxta og sagði það í raun mikilvægt. „Það getur verið óþægilegt að vera ósammála mönnum um svona stóran hlut, en það er það sérstaklega vegna þess að þetta skiptir svo miklu máli varðandi uppbyggingu og fjárfestingu sem er nauðsynleg til að bæta kjör.“ Aðspurður hvort besta búbótin fyrir alla, væri jafnvel að lækka vexti sagði Sigmundur: „Það gæti vel verið það já. á meðan menn missa ekki tök á verðbólgunni. Ég tel að það sé hægt að lækka vexti án þess að verðbólga fari úr böndunum.“
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira