Innlent

Fjölbýlishús rýmt vegna elds í svefnherbergi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Slökkvistarf gekk greiðlega.
Slökkvistarf gekk greiðlega. Mynd/Aðsend

Fjölbýlishús í Húsahverfi Grafarvogs var rýmt í morgun eftir að eldur kom upp í svefnherbergi í íbúð á þriðju hæð. Íbúar í íbúðinni voru fluttur á slysadeild til skoðunar.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu barst útkall klukkan 8.40 og voru slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum sendir á staðinn, en að lokum sinntu þrjár stöðvar útkallinu eftir að komið var á vettvang.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem logaði sem fyrr segir í svefnherbergi. Húsið var þó rýmt til öryggis á meðan slökkvistarf stóð yfir.

Eru íbúar að koma sér aftur fyrir á meðan slökkvilið gengur frá vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×