Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2018 10:30 Corbyn hefur ekki viljað ganga eins langt og bresk stjórnvöld í að kenna Rússum um taugaeitursárásina í Salisbury. Vísir/AFP Bretar ættu að vara sig á því að hefja nýtt kalt stríð við Rússa áður en öll gögn liggja fyrir um taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara á Englandi, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins. Ríkisstjórnin hefur sagt „mjög líklegt“ að Rússar beri ábyrgð á árásinni. Rússneska taugaeitrið Novichok var notað til að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi leyniþjónustumanni frá Rússlandi, og rúmlega þrítugri dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi fyrir tæpum tveimur vikum. Feðginin liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi og lögreglumaður veiktist sömuleiðis. Skripal var handtekinn á sínum tíma eftir að hann gaf Bretum upplýsingar um fjölda rússneskra njósnara. Honum var sleppt til Bretlands í fangaskiptum Bandaríkjanna og Rússlands árið 2010. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skellti skuldinni á rússnesk stjórnvöld í vikunni og tilkynnti um að 23 rússneskir leyniþjónustmenn sem hefðu unnið í landinu á laun yrðu reknir úr landi. Rússar hafa neitað ábyrgð á tilræðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði einnig í gær að útlit væri fyrir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni.Þjóni ekki þjóðaröryggi að hrapa að ályktunumCorbyn hefur hins vegar tekið mun grynnra í árinni. Hann fordæmdi árásina á breska þinginu í vikunni en lét vera að kenna rússneskum stjórnvöldum beint um. Íhaldsmenn gerðu hróp að Corbyn og voru nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins gagnrýnir á afstöðu leiðtogans.May heimsótti Salisbury í gær. Umfangsmikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir þar í tvær vikur.Vísir/AFPHann hélt engu að síður uppteknum hætti í grein sem birtist í The Guardian í dag. Sagði hann það ekki þjóna þjóðaröryggi Bretlands að ana áfram í æstu andrúmslofti áður en vísbendingar lægju fyrir. Árásin kallaði fyrst og fremst á ítarlega sakamálarannsókn, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Neitaði hann því að Verkamannaflokkurinn styddi Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og fullyrti að Rússar yrðu að vera látnir sæta afleiðingum ef þeir hefðu staðið að baki tilræðinu. „Það þýðir ekki að við ættum að sætta okkur við „nýtt kalt stríð“ með stigvaxandi útgjöldum í vopn, staðgöngustríðum um allan heim og McCarthy-ískt óþol á andófi,“ skrifaði Corbyn sem gaf í skyn að rússneska mafían gæti hafa staðið að árásinni. Lagði Corbyn til að bresk stjórnvöld létu til skarar skríða gegn rússneskum auðjöfrum sem eiga miklar eignir á Bretlandi. Sagðist hann þó styðja brottvísun ríkisstjórnarinnar á rússneskum útsendurum. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Bretar ættu að vara sig á því að hefja nýtt kalt stríð við Rússa áður en öll gögn liggja fyrir um taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara á Englandi, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins. Ríkisstjórnin hefur sagt „mjög líklegt“ að Rússar beri ábyrgð á árásinni. Rússneska taugaeitrið Novichok var notað til að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi leyniþjónustumanni frá Rússlandi, og rúmlega þrítugri dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi fyrir tæpum tveimur vikum. Feðginin liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi og lögreglumaður veiktist sömuleiðis. Skripal var handtekinn á sínum tíma eftir að hann gaf Bretum upplýsingar um fjölda rússneskra njósnara. Honum var sleppt til Bretlands í fangaskiptum Bandaríkjanna og Rússlands árið 2010. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skellti skuldinni á rússnesk stjórnvöld í vikunni og tilkynnti um að 23 rússneskir leyniþjónustmenn sem hefðu unnið í landinu á laun yrðu reknir úr landi. Rússar hafa neitað ábyrgð á tilræðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði einnig í gær að útlit væri fyrir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni.Þjóni ekki þjóðaröryggi að hrapa að ályktunumCorbyn hefur hins vegar tekið mun grynnra í árinni. Hann fordæmdi árásina á breska þinginu í vikunni en lét vera að kenna rússneskum stjórnvöldum beint um. Íhaldsmenn gerðu hróp að Corbyn og voru nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins gagnrýnir á afstöðu leiðtogans.May heimsótti Salisbury í gær. Umfangsmikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir þar í tvær vikur.Vísir/AFPHann hélt engu að síður uppteknum hætti í grein sem birtist í The Guardian í dag. Sagði hann það ekki þjóna þjóðaröryggi Bretlands að ana áfram í æstu andrúmslofti áður en vísbendingar lægju fyrir. Árásin kallaði fyrst og fremst á ítarlega sakamálarannsókn, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Neitaði hann því að Verkamannaflokkurinn styddi Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og fullyrti að Rússar yrðu að vera látnir sæta afleiðingum ef þeir hefðu staðið að baki tilræðinu. „Það þýðir ekki að við ættum að sætta okkur við „nýtt kalt stríð“ með stigvaxandi útgjöldum í vopn, staðgöngustríðum um allan heim og McCarthy-ískt óþol á andófi,“ skrifaði Corbyn sem gaf í skyn að rússneska mafían gæti hafa staðið að árásinni. Lagði Corbyn til að bresk stjórnvöld létu til skarar skríða gegn rússneskum auðjöfrum sem eiga miklar eignir á Bretlandi. Sagðist hann þó styðja brottvísun ríkisstjórnarinnar á rússneskum útsendurum.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00
Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28
Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27