Enski boltinn

Í beinni í dag: Man. Utd gæti sín á gömlum hundi

Sindri Sverrisson skrifar
Wayne Rooney fær sitt gamla félag í heimsókn.
Wayne Rooney fær sitt gamla félag í heimsókn. vísir/getty

Wayne Rooney mætir sínu gamla liði Manchester United í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld í síðasta leiknum í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir ljóst að Rooney vilji sýna að „enn sé líf í gömlum hundi“ í kvöld og hafa þurfi á honum gætur. Rooney, sem er 34 ára, yfirgaf United sumarið 2017. Hann kom til Derby sem spilandi þjálfari í janúar eftir að hafa spilað með DC United í Bandaríkjunum.

Dagskráin á íþróttarásum Stöðvar 2 hefst snemma með fyrsta degi móts á Evrópumótaröðinni í golfi í Katar. Margir af bestu kylfingum heims verða svo á ferðinni þegar Arnold Palmer mótið hefst í kvöld, þeirra á meðal Rory McIlroy, efsti maður heimslistans.

Nú eru aðeins þrjár umferðir eftir fram að úrslitakeppninni í Dominos-deild karla í körfubolta og hart barist um hvern sigur. Njarðvík og Haukar eru jöfn að stigum í 5.-6. sæti og mætast í Hafnarfirði í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Sigurliðið jafnar KR að stigum, að minnsta kosti í sólarhring, og jafnvel Tindastól einnig en Stólarnir mæta Þór Þorlákshöfn í kvöld.

Í beinni í dag:

7.30 Commercial Bank Qatar Masters (Stöð 2 Golf)

11.00 Commercial Bank Qatar Masters (Stöð 2 Golf)

19.00 Arnold Palmer Invitational (Stöð 2 Golf)

19.05 Haukar - Njarðvík (Stöð 2 Sport 2)

19.35 Derby - Man. Utd (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×