Uppsetning á tölvukerfi í uppnámi vegna ágreinings um ESB-styrki Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2011 20:10 Uppsetning á tölvukerfi fyrir nýtt tollkerfi, sem er ófrávíkjanlegt skilyrði aðildar að Evrópusambandinu, er í uppnámi vegna ágreinings innan ríkisstjórnar um móttöku styrkja. Utanríkisráðherra segir að greitt verði fyrir kerfið með skattfé fáist ekki styrkir. Eins og fréttastofa greindi frá í gær er ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um mótun samningsmarkmiða fyrir landbúnað vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna en Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill halda til streitu kröfu um fullkomna tollvernd íslenskra matvæla. En það er fleira sem tefur viðræðurnar. Setja þarf upp nýtt tölvukerfi fyrir tolla og uppsetning slíks kerfis er á forræði fjármálaráðuneytisins. Evrópusambandið hefur boðist til að greiða fyrir uppsetningu kerfisins, sem kostar jafnvirði fjögurra milljarða króna, með svokölluðum IPA-styrk. Styrkir ESB til ríkja í aðildarviðræðum eru tvenns konar. Annars vegar áðurnefndur IPA-styrkur sem er beinn fjárstuðningur og hinsvegar TAIEX styrkir sem eru sérfræðiaðstoð. Aðeins hefur náðst eining í ríkisstjórninni um síðarnefndu styrkina. Núverandi tölvukerfi fyrir tollinn er „ævafornt," svo notað sé orðalag embættismanna. Og hvort sem Ísland gengur inn í ESB eða ekki er nauðsynlegt að uppfæra kerfið sem sett var upp á níunda áratug síðust aldar. Hefur þetta valdið nokkrum áhyggjum meðal þeirra sem stýra aðildarviðræðunum, því uppsetning kerfisins er algjört skilyrði aðildar. Uppsetningin gæti tekið þrjú til fjögur ár og það þarf að vera tilbúið áður en til aðildar kemur. Það er því algjört lykilatriði að mati þeirra sem standa nálægt viðræðunum að nú þegar verði hafin vinna við uppsetningu kerfisins. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er hlynntur því að ESB greiði fyrir kerfið og segir að málið sé ekki útrætt innan ríkisstjórnarinnar. „Sambandið er reiðubúið að greiða fyrir kerfið svo ríkið verði hæfur samstarfsaðili. Þetta stendur til boða. Ef að menn vilja það ekki, sem að engin niðurstaða er komin um, vegna þess að við höfum ekki komist það langt að taka ákvörðun um það, þá verða menn að fara aðra leið, sem er sú að ríkið greiði (fyrir uppsetninguna innsk.blm)," segir Össur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Uppsetning á tölvukerfi fyrir nýtt tollkerfi, sem er ófrávíkjanlegt skilyrði aðildar að Evrópusambandinu, er í uppnámi vegna ágreinings innan ríkisstjórnar um móttöku styrkja. Utanríkisráðherra segir að greitt verði fyrir kerfið með skattfé fáist ekki styrkir. Eins og fréttastofa greindi frá í gær er ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um mótun samningsmarkmiða fyrir landbúnað vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna en Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill halda til streitu kröfu um fullkomna tollvernd íslenskra matvæla. En það er fleira sem tefur viðræðurnar. Setja þarf upp nýtt tölvukerfi fyrir tolla og uppsetning slíks kerfis er á forræði fjármálaráðuneytisins. Evrópusambandið hefur boðist til að greiða fyrir uppsetningu kerfisins, sem kostar jafnvirði fjögurra milljarða króna, með svokölluðum IPA-styrk. Styrkir ESB til ríkja í aðildarviðræðum eru tvenns konar. Annars vegar áðurnefndur IPA-styrkur sem er beinn fjárstuðningur og hinsvegar TAIEX styrkir sem eru sérfræðiaðstoð. Aðeins hefur náðst eining í ríkisstjórninni um síðarnefndu styrkina. Núverandi tölvukerfi fyrir tollinn er „ævafornt," svo notað sé orðalag embættismanna. Og hvort sem Ísland gengur inn í ESB eða ekki er nauðsynlegt að uppfæra kerfið sem sett var upp á níunda áratug síðust aldar. Hefur þetta valdið nokkrum áhyggjum meðal þeirra sem stýra aðildarviðræðunum, því uppsetning kerfisins er algjört skilyrði aðildar. Uppsetningin gæti tekið þrjú til fjögur ár og það þarf að vera tilbúið áður en til aðildar kemur. Það er því algjört lykilatriði að mati þeirra sem standa nálægt viðræðunum að nú þegar verði hafin vinna við uppsetningu kerfisins. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er hlynntur því að ESB greiði fyrir kerfið og segir að málið sé ekki útrætt innan ríkisstjórnarinnar. „Sambandið er reiðubúið að greiða fyrir kerfið svo ríkið verði hæfur samstarfsaðili. Þetta stendur til boða. Ef að menn vilja það ekki, sem að engin niðurstaða er komin um, vegna þess að við höfum ekki komist það langt að taka ákvörðun um það, þá verða menn að fara aðra leið, sem er sú að ríkið greiði (fyrir uppsetninguna innsk.blm)," segir Össur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira