Ein af hverjum fjórum beitt kyrkingartaki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 18:30 Ein af hverjum fjórum konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári hafði verið beitt kyrkingartaki á heimili sínu og sama hlutfall hafði fengið morðhótanir frá ofbeldismanni. Ríflega níu af hverjum tíu konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári greindi frá því að hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu núverandi eða fyrrverandi sambýlismanns. Sextíu prósent hafði orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, um helmingur fjárhagslegu ofbeldi og tæplega fjórar af hverjum tíu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Í fyrra var í fyrsta skipti spurt út í kyrkingartak og niðurstöðurnar eru sláandi að sögn Sigþrúðar Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. „Ríflega fjórðungur þeirra hefur verið tekin kyrkingartaki og svipað hlutfall fengið morðhótanir og í ljósi þess er vont að sjá að einungis 15% þeirra hefur kært ofbeldið til lögreglu og 5% þeirra hefur fengið nálgunarbann og afskaplega fáir dómar fallið í þessum málum,“ segir Sigþrúður. Flestar konur sögðu andlegt ofbeldi vera ástæðu komu en annað ofbeldi var einnig algengt. Alls dvöldu 144 konur og 100 börn í Kvennaathvarfinu á síðasta ári sem er svipaður fjöldi og fyrir tveimur árum og dvöldu þar að meðaltali í um 30 daga. 294 konur mættu í viðtöl. Ríflega kvennanna greindi frá því að börn þeirra hefði orðið fyrir ofbeldi en hlutfallið var 20% árið 2018. „Við sjáum í auknum mæli að mæður telja að ofbeldi gegn þeim sé einnig ofbeldi gegn börnum á heimilinu. Þó að talan sé að hækka þá er það jákvæð teikn um að fólk sé meðvitað um hvaða áhrif ofbeldið hefur á börnin. Nú þurfum við hins vegar að fá fólk til að bregðast við þessu,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir áhyggjuefni að aðeins tæpur þriðjungur þeirra barna sem verði fyrir heimilisofbeldi fái þá aðstoð sem þau þurfa í áframhaldinu. Afar mikilvægt að vinna úr áfallinu með börnunum. „Sífellt fleiri rannsóknir sýna að heimilisofbeldi hefur svipuð áhrif á börnin og ef þau verða sjálf fyrir ofbeldi og ef þau fá ekki aðstoð til að vinna úr slíku getur það haft margvísleg neikvæð áhrif á þau í framtíðinni,“ segir hún Hún segir að heimilisofbeldi fyrirfinnist alls staðar í samfélaginu. „Oftast eru þetta heimili sem við teljum vera venjuleg heimili, meirihluti ofbeldisvalda eru íslenskir karlar með svipaða menntun og stöðu og karlar eru almennt með hér á landi,“ segir Sigþrúður að lokum. Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Sjá meira
Ein af hverjum fjórum konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári hafði verið beitt kyrkingartaki á heimili sínu og sama hlutfall hafði fengið morðhótanir frá ofbeldismanni. Ríflega níu af hverjum tíu konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári greindi frá því að hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu núverandi eða fyrrverandi sambýlismanns. Sextíu prósent hafði orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, um helmingur fjárhagslegu ofbeldi og tæplega fjórar af hverjum tíu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Í fyrra var í fyrsta skipti spurt út í kyrkingartak og niðurstöðurnar eru sláandi að sögn Sigþrúðar Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. „Ríflega fjórðungur þeirra hefur verið tekin kyrkingartaki og svipað hlutfall fengið morðhótanir og í ljósi þess er vont að sjá að einungis 15% þeirra hefur kært ofbeldið til lögreglu og 5% þeirra hefur fengið nálgunarbann og afskaplega fáir dómar fallið í þessum málum,“ segir Sigþrúður. Flestar konur sögðu andlegt ofbeldi vera ástæðu komu en annað ofbeldi var einnig algengt. Alls dvöldu 144 konur og 100 börn í Kvennaathvarfinu á síðasta ári sem er svipaður fjöldi og fyrir tveimur árum og dvöldu þar að meðaltali í um 30 daga. 294 konur mættu í viðtöl. Ríflega kvennanna greindi frá því að börn þeirra hefði orðið fyrir ofbeldi en hlutfallið var 20% árið 2018. „Við sjáum í auknum mæli að mæður telja að ofbeldi gegn þeim sé einnig ofbeldi gegn börnum á heimilinu. Þó að talan sé að hækka þá er það jákvæð teikn um að fólk sé meðvitað um hvaða áhrif ofbeldið hefur á börnin. Nú þurfum við hins vegar að fá fólk til að bregðast við þessu,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir áhyggjuefni að aðeins tæpur þriðjungur þeirra barna sem verði fyrir heimilisofbeldi fái þá aðstoð sem þau þurfa í áframhaldinu. Afar mikilvægt að vinna úr áfallinu með börnunum. „Sífellt fleiri rannsóknir sýna að heimilisofbeldi hefur svipuð áhrif á börnin og ef þau verða sjálf fyrir ofbeldi og ef þau fá ekki aðstoð til að vinna úr slíku getur það haft margvísleg neikvæð áhrif á þau í framtíðinni,“ segir hún Hún segir að heimilisofbeldi fyrirfinnist alls staðar í samfélaginu. „Oftast eru þetta heimili sem við teljum vera venjuleg heimili, meirihluti ofbeldisvalda eru íslenskir karlar með svipaða menntun og stöðu og karlar eru almennt með hér á landi,“ segir Sigþrúður að lokum.
Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Sjá meira