Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: „Hin liðin mega passa sig á Haukum“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Kári Jónsson skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar þegar Haukar unnu ÍR, 93-100, í Domino's deild karla á mánudaginn. Þetta var fimmti sigur Hauka í röð.

Kári er óðum að nálgast sitt fyrra form og hefur leikið vel að undanförnu.

„Hann byrjaði þennan leik mjög vel og hitti fyrir utan. Hann mætti greinilega mjög tilbúinn í þennan leik. Haukar bjuggu til opin skot fyrir hann,“ sagði Kristinn Friðriksson í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.

Benedikt Guðmundsson segir að Haukar séu til alls líklegir í framhaldinu.

„Með Kára og [Flenard] Whitfield á blússandi siglingu og þeir eru komnir með hörku breidd. Við vitum alveg hvað býr í Kára en hann hefur bara sýnt okkur brot af því, sérstaklega fyrir jól. Nú mega hin liðin passa sig á Haukum,“ sagði Benedikt.

Haukaliðið hefur verið lengi saman og Sævar Sævarsson segir að það komi sér vel.

„Haukar þekkja allir hvorn annan. Þetta lið hefur verið lengi saman og gengið í gegnum ýmislegt,“ sagði Sævar.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Borche: Voru margir eins og prímadonnur í kvöld

Þjálfari ÍR var skiljanlega ekki ánægður með það að hans menn hafi tapað fyrir Haukum fyrr í kvöld 93-100 en hann var fúlari yfir því hvernig hans menn mættu í leikinn. Tuð og röfl var mikið og vildi hann meina að sumir höguðu sér eins og prímadonnur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×