Dagur svarar Eflingu og segir samninganefndina hafna ásökunum um lögbrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2020 17:38 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill gera allt til að samningar náist, án þess að grafa undan umboði samninganefndar borgarinnar. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur svarað bréfi stéttarfélagsins Eflingar þess efnis að samninganefnd félagsins hygðist ekki eiga frekari fundi eða viðræður við samninganefnd borgarinnar vegna endurnýjunar kjarasamninga, umfram það sem lög krefjast. Í svarinu segir borgarstjóri samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. Efling sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að félagið teldi samninganefnd borgarinnar hafa dreift villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt hafi verið fram 16. janúar síðastliðinn og þannig brotið bæði trúnað og lög.Sjá einnig: Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ „Samninganefnd Eflingar krefst þess að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum. Þannig er brugðist eðlilega við trúnaðarbroti embættismanna borgarinnar og tryggt að rétt sé farið með kröfur Eflingar,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess einnig krafist að Dagur, sem æðsti yfirmaður starfsmanna Reykjavíkurborgar, axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar borgarinnar, þeirri stöðu sem upp er komin í viðræðum vegna þeirra, og á því verkefni að kjaramál félagsmanna Eflingar hjá borginni verði leyst með boðlegum hætti. Samninganefndin hafi hvorki brotið trúnað né lög Borgarstjóri byrjar skriflegt svar sitt á því að taka undir þau sjónarmið að brýnt sé að ljúka samningum sem fyrst, en undirstrikar einnig þá skoðun sína að mikilvægt sé að vinna við málið haldi áfram í samræmi við lög og þær reglur sem í gildi eru. „Umboð samninganefndar Reykjavíkurborgar er skýrt sem og vilji hennar til samningaviðræðna. Þá hefur samninganefndin eindregið hafnað því að trúnaður hafi verið brotinn af hennar hálfu.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Í bréfinu segir að forsendur nýrra kjarasamninga séu þær sömu og lagðar hafi verið til grundvallar við gerð Lífskjarasamnings, líkt og í öðrum kjarasamningum sem lokið hafi verið að undanförnu. Rík samstaða sé innan samfélagsins um að þær forsendur haldi. „Reykjavíkurborg er þegar tilbúin til samninga á forsendum Lífskjarasamningsins. Jafnframt vil ég að fram komi að Reykjavíkurborg hefur frá upphafi þessara samninga lagt áherslu á að þeir nái til útfærslu á styttingu vinnuvikunnar enda hefur borgin verið í fararbroddi í þeirri vinnu á landsvísu með umfangsmiklu tilraunaverkefni,“ segir í bréfi borgarstjóra. Vill flýta samningum án þess að grafa undan umboði nefndarinnar Í niðurlagi bréfsins segist borgarstjóri tilbúinn að gera allt sem í hans valdi standi til þess að flýta því að samningar náist, án þess þó að gera nokkuð sem gæti verið til þess fallið að grafa undan umboði samninganefndar til þess að klára kjarasamninga. „Það þjónar ekki tilgangi að færa samningaviðræðurnar úr hefðbundnu og lögformlegu ferli eins og lagt er til í bréfi þínu. Í því ljósi mun samninganefnd Reykjavíkurborgar óska eftir því við ríkissáttasemjara að viðræður verði hafnar á ný á grundvelli 35. gr. laga nr. 80/1938,“ segir borgarstjóri að lokum.Hér má lesa svar borgarstjóra við bréfi Eflingar í heild sinni. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. 21. janúar 2020 10:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur svarað bréfi stéttarfélagsins Eflingar þess efnis að samninganefnd félagsins hygðist ekki eiga frekari fundi eða viðræður við samninganefnd borgarinnar vegna endurnýjunar kjarasamninga, umfram það sem lög krefjast. Í svarinu segir borgarstjóri samninganefnd Reykjavíkurborgar hafna ásökunum um trúnaðarbrest og lögbrot, um leið og hann segir umboð nefndarinnar skýrt og lýsir einnig vilja hennar til að samningar náist. Efling sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að félagið teldi samninganefnd borgarinnar hafa dreift villandi upplýsingum til fjölmiðla af samningafundi hjá ríkissáttasemjara um samningstilboð Eflingar sem lagt hafi verið fram 16. janúar síðastliðinn og þannig brotið bæði trúnað og lög.Sjá einnig: Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ „Samninganefnd Eflingar krefst þess að kjaraviðræður við borgina fari héðan af fram fyrir opnum tjöldum. Þannig er brugðist eðlilega við trúnaðarbroti embættismanna borgarinnar og tryggt að rétt sé farið með kröfur Eflingar,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess einnig krafist að Dagur, sem æðsti yfirmaður starfsmanna Reykjavíkurborgar, axli pólitíska ábyrgð á framgöngu samninganefndar borgarinnar, þeirri stöðu sem upp er komin í viðræðum vegna þeirra, og á því verkefni að kjaramál félagsmanna Eflingar hjá borginni verði leyst með boðlegum hætti. Samninganefndin hafi hvorki brotið trúnað né lög Borgarstjóri byrjar skriflegt svar sitt á því að taka undir þau sjónarmið að brýnt sé að ljúka samningum sem fyrst, en undirstrikar einnig þá skoðun sína að mikilvægt sé að vinna við málið haldi áfram í samræmi við lög og þær reglur sem í gildi eru. „Umboð samninganefndar Reykjavíkurborgar er skýrt sem og vilji hennar til samningaviðræðna. Þá hefur samninganefndin eindregið hafnað því að trúnaður hafi verið brotinn af hennar hálfu.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Í bréfinu segir að forsendur nýrra kjarasamninga séu þær sömu og lagðar hafi verið til grundvallar við gerð Lífskjarasamnings, líkt og í öðrum kjarasamningum sem lokið hafi verið að undanförnu. Rík samstaða sé innan samfélagsins um að þær forsendur haldi. „Reykjavíkurborg er þegar tilbúin til samninga á forsendum Lífskjarasamningsins. Jafnframt vil ég að fram komi að Reykjavíkurborg hefur frá upphafi þessara samninga lagt áherslu á að þeir nái til útfærslu á styttingu vinnuvikunnar enda hefur borgin verið í fararbroddi í þeirri vinnu á landsvísu með umfangsmiklu tilraunaverkefni,“ segir í bréfi borgarstjóra. Vill flýta samningum án þess að grafa undan umboði nefndarinnar Í niðurlagi bréfsins segist borgarstjóri tilbúinn að gera allt sem í hans valdi standi til þess að flýta því að samningar náist, án þess þó að gera nokkuð sem gæti verið til þess fallið að grafa undan umboði samninganefndar til þess að klára kjarasamninga. „Það þjónar ekki tilgangi að færa samningaviðræðurnar úr hefðbundnu og lögformlegu ferli eins og lagt er til í bréfi þínu. Í því ljósi mun samninganefnd Reykjavíkurborgar óska eftir því við ríkissáttasemjara að viðræður verði hafnar á ný á grundvelli 35. gr. laga nr. 80/1938,“ segir borgarstjóri að lokum.Hér má lesa svar borgarstjóra við bréfi Eflingar í heild sinni.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. 21. janúar 2020 10:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56
Gera kröfu um 400 þúsund króna desemberuppbót: „Við einfaldlega lítum svo á að borgin skuldi okkur“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir margar sögulegar ástæður fyrir þeirri kröfu félagsins gagnvart Reykjavíkurborg að fara fram á tæplega 400 þúsund krónur í desemberuppbót. 21. janúar 2020 10:30