Enska knattspyrnusambandið hefur kært framkomu leikmanna Manchester United í leik liðsins á móti Liverpool á Anfield um helgina.
Samkvæmt kæru enska sambandsins þá mistókst Manchester United að sjá til þess að leikmenn liðsins höguðu sér með sómasamlegum hætti í umræddum leik
Atvikið sem um ræðir er þegar leikmenn Manchester United réðust að Craig Pawson dómara, með markvörðinn David de Gea í fararbroddi, eftir að Roberto Firmino hélt að hann hefði komið Liverpool í 2-0.
BREAKING: Manchester United have been charged by the FA with failing to ensure their players "conducted themselves in an orderly fashion" during Sunday's Premier League match against Liverpool at Anfield.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 21, 2020
Varsjáin dæmdi seinna markið af vegna brots Virgil van Dijk á markverðinum David de Gea í aðdraganda þess. Leikmenn Manchester United hópuðust þá að dómaranum en á meðan var atvikið skorað í Varsjánni.
David de Gea fékk gult spjald hjá fyrir sín mótmæli en spænski markvörðurinn var alveg trylltur.
Atvikið gerðist á 26. mínútu leiksins. Manchester United hefur til fimmtudagsins til að koma með athugasemdir við kæruna.
Liverpool vann leikinn á endanum 2-0 og er því með þrjátíu fleiri stig en Manchester United auk þess að eiga leik inni á erkifjendur sína.