Nauðsynlegt að gangast við mistökum Jafnaðarmenn skrifar 22. febrúar 2016 00:00 Bréf formanns Samfylkingarinnar sem hann sendi öllum flokksmönnum nýlega, vakti mikla athygli. Einkum vegna þess að þar ræddi hann mistök sem flokkurinn hefur gert á síðustu árum. Margir fögnuðu bréfinu, en aðrir gagnrýndu hversu seint það kom fram. Enn aðrir sögðu nær að horfa til framtíðar en velta sér upp úr því sem liðið er og að uppgjör vegna síðasta kjörtímabils hefði þegar farið fram. En flokkur með 9% fylgi í skoðanakönnunum þarf og verður að grandskoða sín mál.Að sækja styrk til þjóðarinnar Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vann kraftaverk á síðasta kjörtímabili og skilaði árangri í efnahagsmálum sem fáir myndu leika eftir. En stjórnin ætlaði sér um of. Hún setti stór mál á dagskrá til að auka réttlæti og jöfnuð í landinu og skapaði þannig miklar væntingar meðal kjósenda sinna. Þegar ekki náðist að ljúka þeim, olli Samfylkingin þeim sárum vonbrigðum. Við í Samfylkingunni eigum að læra af þessu og leggja áherslu á að sækja styrk til þjóðarinnar til að taka ákvarðanir um erfið mál, svo sem eins og umsóknina um aðild að ESB og að tryggja að arður af auðlindunum skili sér til þjóðarinnar. Einnig til að breyta stjórnarskránni og tryggja nauðsynlegar lýðræðisumbætur svo tiltekinn hluti kjósenda geti kallað eftir því að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.Breiðfylking nauðsynleg Samfylkingin, flokkur jafnaðarmanna, á fullt erindi í íslenskum stjórnmálum. Jafnaðarstefnan er nauðsynlegt svar við þeirri misskiptingu sem fólkið í landinu gerir eðlilega kröfu um að verði leiðrétt. Enginn veit hvort Píratar muni starfa til hægri eða vinstri. Breiðfylking jafnaðarmanna í næstu ríkisstjórn verður að leggja áherslu á eftirfarandi mál: Bæta kjör aldraðra og öryrkja, tryggja öllum húsnæði við hæfi, efla og endurskipuleggja heilbrigðiskerfið og bæta hag barnafjölskyldna.Árni Gunnarssonfv. alþingismaðurErna IndriðadóttirvaraþingmaðurRannveig Guðmundsdóttirfv. ráðherraSvanfríður Jónasdóttirfv. alþingismaðurTómas Guðjónssonungur jafnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Bréf formanns Samfylkingarinnar sem hann sendi öllum flokksmönnum nýlega, vakti mikla athygli. Einkum vegna þess að þar ræddi hann mistök sem flokkurinn hefur gert á síðustu árum. Margir fögnuðu bréfinu, en aðrir gagnrýndu hversu seint það kom fram. Enn aðrir sögðu nær að horfa til framtíðar en velta sér upp úr því sem liðið er og að uppgjör vegna síðasta kjörtímabils hefði þegar farið fram. En flokkur með 9% fylgi í skoðanakönnunum þarf og verður að grandskoða sín mál.Að sækja styrk til þjóðarinnar Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vann kraftaverk á síðasta kjörtímabili og skilaði árangri í efnahagsmálum sem fáir myndu leika eftir. En stjórnin ætlaði sér um of. Hún setti stór mál á dagskrá til að auka réttlæti og jöfnuð í landinu og skapaði þannig miklar væntingar meðal kjósenda sinna. Þegar ekki náðist að ljúka þeim, olli Samfylkingin þeim sárum vonbrigðum. Við í Samfylkingunni eigum að læra af þessu og leggja áherslu á að sækja styrk til þjóðarinnar til að taka ákvarðanir um erfið mál, svo sem eins og umsóknina um aðild að ESB og að tryggja að arður af auðlindunum skili sér til þjóðarinnar. Einnig til að breyta stjórnarskránni og tryggja nauðsynlegar lýðræðisumbætur svo tiltekinn hluti kjósenda geti kallað eftir því að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.Breiðfylking nauðsynleg Samfylkingin, flokkur jafnaðarmanna, á fullt erindi í íslenskum stjórnmálum. Jafnaðarstefnan er nauðsynlegt svar við þeirri misskiptingu sem fólkið í landinu gerir eðlilega kröfu um að verði leiðrétt. Enginn veit hvort Píratar muni starfa til hægri eða vinstri. Breiðfylking jafnaðarmanna í næstu ríkisstjórn verður að leggja áherslu á eftirfarandi mál: Bæta kjör aldraðra og öryrkja, tryggja öllum húsnæði við hæfi, efla og endurskipuleggja heilbrigðiskerfið og bæta hag barnafjölskyldna.Árni Gunnarssonfv. alþingismaðurErna IndriðadóttirvaraþingmaðurRannveig Guðmundsdóttirfv. ráðherraSvanfríður Jónasdóttirfv. alþingismaðurTómas Guðjónssonungur jafnaðarmaður
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar