Stjórnarslit ef ekki næst sátt um auðlindaákvæði 3. mars 2007 08:45 „Við verðum að ná samkomulagi um þetta í ríkisstjórninni á næstunni og ef það tekst ekki er augljóslega komin gjá á milli flokkanna því við erum ákveðin í að láta reyna á þetta mál,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á flokksþingi framsóknarmanna í gær að ríkisstjórnin geti átt erfitt með að lifa af ef ekki næst samkomulag um að binda auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að binda beri í stjórnarskrá sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar. Framsóknarmenn leggja þunga áherslu á að við það verði staðið og það undirstrikaði Jón í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu í gær. Jón samsinnir Siv um að bregðist það verði stjórnarslit. Minnihlutastjórn verði þá að brúa bilið fram til alþingiskosninganna í maí eða að mynduð verði starfsstjórn. „Við höfum verið í umræðum um þetta innan ríkisstjórnarinnar, og einnig ég og forsætisráðherra, og honum er vel kunnugt um okkar afstöðu.“ segir Jón. „Tíminn er naumur og við þurfum að hafa hraðar hendur í þessu máli. En eins og menn heyra þá er hugur okkar mjög einarður í þessu máli.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir óviðeigandi að ráðherrar setji fram málefni í hótunarstíl. „Sérstaklega finnst mér óviðeigandi að nota stjórnarskrána til að hífa sig upp um eitt, tvö eða þrjú prósentustig í skoðanakönnunum eða kosningum. Stjórnarskráin er mikilvægara plagg en það.“ Þorgerður segir að í stjórnarsáttmálanum sé ekki klárt orðalag varðandi auðlindirnar. „Stjórnarskrárnefnd, sem hefur lengi verið starfandi undir forystu framsóknarmanns, hefur örugglega gert ágæta hluti. En hún hefur ekki náð endanlegri niðurstöðu um þetta ákvæði. Við höfum gert það sem við höfum viljað og getað gert, einmitt með það í huga að uppfylla skilyrði stjórnarsáttmálans. Stjórnarsamstarfið fram til þessa hefur verið farsælt og gott. Ég hef enga trú á öðru en að formenn flokkanna muni leysa þetta mál. Stjórnarsáttmálinn stendur og svo einfalt er það.“ Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
„Við verðum að ná samkomulagi um þetta í ríkisstjórninni á næstunni og ef það tekst ekki er augljóslega komin gjá á milli flokkanna því við erum ákveðin í að láta reyna á þetta mál,“ segir Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á flokksþingi framsóknarmanna í gær að ríkisstjórnin geti átt erfitt með að lifa af ef ekki næst samkomulag um að binda auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að binda beri í stjórnarskrá sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar. Framsóknarmenn leggja þunga áherslu á að við það verði staðið og það undirstrikaði Jón í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu í gær. Jón samsinnir Siv um að bregðist það verði stjórnarslit. Minnihlutastjórn verði þá að brúa bilið fram til alþingiskosninganna í maí eða að mynduð verði starfsstjórn. „Við höfum verið í umræðum um þetta innan ríkisstjórnarinnar, og einnig ég og forsætisráðherra, og honum er vel kunnugt um okkar afstöðu.“ segir Jón. „Tíminn er naumur og við þurfum að hafa hraðar hendur í þessu máli. En eins og menn heyra þá er hugur okkar mjög einarður í þessu máli.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir óviðeigandi að ráðherrar setji fram málefni í hótunarstíl. „Sérstaklega finnst mér óviðeigandi að nota stjórnarskrána til að hífa sig upp um eitt, tvö eða þrjú prósentustig í skoðanakönnunum eða kosningum. Stjórnarskráin er mikilvægara plagg en það.“ Þorgerður segir að í stjórnarsáttmálanum sé ekki klárt orðalag varðandi auðlindirnar. „Stjórnarskrárnefnd, sem hefur lengi verið starfandi undir forystu framsóknarmanns, hefur örugglega gert ágæta hluti. En hún hefur ekki náð endanlegri niðurstöðu um þetta ákvæði. Við höfum gert það sem við höfum viljað og getað gert, einmitt með það í huga að uppfylla skilyrði stjórnarsáttmálans. Stjórnarsamstarfið fram til þessa hefur verið farsælt og gott. Ég hef enga trú á öðru en að formenn flokkanna muni leysa þetta mál. Stjórnarsáttmálinn stendur og svo einfalt er það.“
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira