„Oft ágætt að fólk komi saman og spjalli eftir atvik eins og þetta“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2020 13:44 Hafnarfjarðarkirkja að sumri. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til bænastundar í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyssins sem varð við Óseyrarbryggju í gærkvöld. Þar hafnaði bíll í höfninni með þremur drengjum innanborðs, tveir þeirra liggja þungt haldnir á gjörgæsludeild. Kirkjan opnar klukkan 16 og hefst bænastundin klukkustund síðar. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Arnór Blomsterberg, prestur í Ástjarnarkirkju sem er meðal skipuleggjenda bænastundarinnar, að auk presta verði áfallateymi Rauða krossins viðstatt bænastundina á eftir. Það var jafnframt viðstatt sambærilega stund í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í nótt, sem opnuð var klukkan 1:30 fyrir þau sem vildu sækja sér sáluhjálp eftir slysið. Arnór segir öll velkomin á bænastundina á eftir. „Það er oft ágætt að fólk komi saman og spjalli eftir atvik eins og þetta.“ Þrátt fyrir að um mjög alvarlegt slys hafi verið ræða, eins og það var orðað í tilkynningu í lögreglu gærkvöld, telur Arnór mikilvægt að fólk haldi ró sinni - „Foreldrar haldi utan um unglingana sína og bíði frekar frétta. Það er það sem liggur fyrir núna, að fólk haldi utan um hvort annað og að kærleikur samfélagsins virki,“ segir Arnór. Áfallaráð Hafnarfjarðarbæjar fundaði fyrir hádegi í dag um næstu skref í viðbrögðum bæjarins við slysinu. Engar frekari aðgerðir hafa verið fyrirhugaðar á þessu stigi en staðan verður endurmetin eftir bænastundina síðdegis. Hafnarfjörður Samgönguslys Trúmál Tengdar fréttir Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31 Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18. janúar 2020 10:27 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Boðað hefur verið til bænastundar í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyssins sem varð við Óseyrarbryggju í gærkvöld. Þar hafnaði bíll í höfninni með þremur drengjum innanborðs, tveir þeirra liggja þungt haldnir á gjörgæsludeild. Kirkjan opnar klukkan 16 og hefst bænastundin klukkustund síðar. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Arnór Blomsterberg, prestur í Ástjarnarkirkju sem er meðal skipuleggjenda bænastundarinnar, að auk presta verði áfallateymi Rauða krossins viðstatt bænastundina á eftir. Það var jafnframt viðstatt sambærilega stund í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í nótt, sem opnuð var klukkan 1:30 fyrir þau sem vildu sækja sér sáluhjálp eftir slysið. Arnór segir öll velkomin á bænastundina á eftir. „Það er oft ágætt að fólk komi saman og spjalli eftir atvik eins og þetta.“ Þrátt fyrir að um mjög alvarlegt slys hafi verið ræða, eins og það var orðað í tilkynningu í lögreglu gærkvöld, telur Arnór mikilvægt að fólk haldi ró sinni - „Foreldrar haldi utan um unglingana sína og bíði frekar frétta. Það er það sem liggur fyrir núna, að fólk haldi utan um hvort annað og að kærleikur samfélagsins virki,“ segir Arnór. Áfallaráð Hafnarfjarðarbæjar fundaði fyrir hádegi í dag um næstu skref í viðbrögðum bæjarins við slysinu. Engar frekari aðgerðir hafa verið fyrirhugaðar á þessu stigi en staðan verður endurmetin eftir bænastundina síðdegis.
Hafnarfjörður Samgönguslys Trúmál Tengdar fréttir Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31 Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18. janúar 2020 10:27 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31
Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18. janúar 2020 10:27