Landspítalinn ætlar að hefja innflutning á brjóstamjólk Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. október 2014 22:52 vísir/getty Fyrirburar á Íslandi munu á næstunni njóta góðs af danskri brjóstamjólk en vökudeild Landspítalans hefur gert samning þess efnis að brjóstamjólkin verði innflutt fyrir þær konur sem sjálfar geta ekki mjólkað. Þetta kemur fram á vef Guardian þar sem haft er eftir Þórði Þorkelssyni, yfirlækni á vökudeild Landspítalans, að þau ensími sem finnist í móðurmjólkinni geti hjálpað til þegar meltingarvegur nýbura er óþroskaður og forðað börnum frá hinum ýmsu sýkingum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mælir með svokölluðum mjólkurbönkum þegar móðurmjólkin er ekki til staðar. Slíkir bankar hafa verið starfræktir um heim allan allt frá árinu 1909 eða allt frá því að fyrsti bankinn var stofnaður í Austurríki. Ísland er í dag eina norræna þjóðin sem er ekki með slíkan banka. Þórður segir það ekki standa til að setja slíkan banka á laggirnar hér á landi. „Það er ekki hagkvæmt að vera með mjólkurbanka á landinu en Ísland er lítið land og það fæðast einungis um 250 fyrirburar á hverju ári. Flestar mæður á Íslandi mjólka og því er lítil þörf á mjólkurbanka hér á landi,“ segir Þórður. Hvidovre spítali sem er nærri Kaupmannahöfn safnar um fimm þúsund lítrum af brjóstamjólk á hverju ári en þar geta nýbakaðar mæður selt lítrann af mjólkinni á um 200 danskar krónur, eða á rúmlega 4000 íslenskar krónur. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Fyrirburar á Íslandi munu á næstunni njóta góðs af danskri brjóstamjólk en vökudeild Landspítalans hefur gert samning þess efnis að brjóstamjólkin verði innflutt fyrir þær konur sem sjálfar geta ekki mjólkað. Þetta kemur fram á vef Guardian þar sem haft er eftir Þórði Þorkelssyni, yfirlækni á vökudeild Landspítalans, að þau ensími sem finnist í móðurmjólkinni geti hjálpað til þegar meltingarvegur nýbura er óþroskaður og forðað börnum frá hinum ýmsu sýkingum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mælir með svokölluðum mjólkurbönkum þegar móðurmjólkin er ekki til staðar. Slíkir bankar hafa verið starfræktir um heim allan allt frá árinu 1909 eða allt frá því að fyrsti bankinn var stofnaður í Austurríki. Ísland er í dag eina norræna þjóðin sem er ekki með slíkan banka. Þórður segir það ekki standa til að setja slíkan banka á laggirnar hér á landi. „Það er ekki hagkvæmt að vera með mjólkurbanka á landinu en Ísland er lítið land og það fæðast einungis um 250 fyrirburar á hverju ári. Flestar mæður á Íslandi mjólka og því er lítil þörf á mjólkurbanka hér á landi,“ segir Þórður. Hvidovre spítali sem er nærri Kaupmannahöfn safnar um fimm þúsund lítrum af brjóstamjólk á hverju ári en þar geta nýbakaðar mæður selt lítrann af mjólkinni á um 200 danskar krónur, eða á rúmlega 4000 íslenskar krónur.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira