Innlent

Reyndi að blekkja lögguna - klifraði í aftursætið

Selfoss
Selfoss
Ökumaður á þrítugsaldri var stöðvaður við reglubundið eftirlit á Selfossi í morgun en þegar hann varð var við lögregluna reyndi hann að blekkja lögreglumenn. Hann keyrði inn í botnlanga og drap á bílnum. Lögreglumönnum fannst athæfi mannsins eitthvað furðulegt og ákváðu því að athuga hvort allt væri ekki með felldu. Þegar lögreglumaður kom að bílnum var maðurinn að klifra í aftursætið og sagðist ekki hafa verið að keyra bílinn. Lögreglumönnum fannst það nú ekki trúverðugt og viðurkenndi hann svo síðar að hafa ekið bílnum. Hann var látinn blása í áfengismæli og reyndist yfir mörkum. Hann sefur nú úr sér í fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×