Fótbolti

Flestir vilja sjá Saviola taka sæti Eiðs

Menn hafa misjafnar skoðanir á frammistöðu Eiðs Smára í vetur.
Menn hafa misjafnar skoðanir á frammistöðu Eiðs Smára í vetur. MYND/AFP

Ratomir Antic, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona, segir að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki að spila vel fyrir félagið og að flestir myndu frekar vilja sjá Javier Saviola í fremstu víglínu liðsins.

"Gudjohnsen er ekki að spila vel. Flestir vilja frekar sjá Saviola," segir Antic í viðtali við BBC en þess má geta að viðtalið er tekið í tilefni af meintri krísu sem Barcelona á að vera í eftir tvö töp á síðustu vikum. Antic, greinilega bitur út í sína fyrrum vinnuveitendur, er þar fenginn til að gagnrýna allt sem hægt er að gagnrýna.

Antic segir að Barcelona sakni Samuel Eto´o sárlega í sókninni en hann hefur skorað 68 mörk í 101 leik fyrir liðið. Eto´o er meiddur og verður frá til áramóta.

"Ronaldinho hefur fundið sérstaklega fyrir fjarveru Eto´o og það er meiri áhersla lögð á að stöðva hann. En ef liðinu gengi illa með Eto´o heilan myndi Rijkaard setja Ronaldinho fremst og Eto´o á kantinn. Það hefur hins vegar ekki gerst með Eið Smára," segir Antic og furðar sig á íhaldssemi hollenska þjálfarans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×