Sportpakkinn: 27 mínútur á milli sigurmarka Messi og Ronaldo í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2020 15:00 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo fagna sigurmörkum sínum í gær. Vísir/Getty Knattspyrnusnillingarnir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo voru enn á ný á skotskónum með liðum sínum í gær og þeir skoruðu báðir sigurmarkið og það með stuttu millibili. Guðjón Guðmundsson skoðaði sigurleiki Juventus og Barcelona í gær. Cristiano Ronaldo er á miklu skriði í ítalska boltanum með stórliði Juventus sem fékk Parma í heimsókn í gær. Það var ekki fyrr en á markamínútunni, þeirri 43., að Juventus náði að brjóta ísinn. Ronaldo fékk þá boltann frá Blaise Matuidi, lét skotið ríða af og það fór í markið með viðkomu í varnarmanni. Hinn danski Andreas Cornelius náði að jafna metin fyrir Parma þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þetta var hins vegar skammvinn gleði fyrir Parma. It’s what they do. pic.twitter.com/236AaaSq4e— B/R Football (@brfootball) January 19, 2020 Þremur mínútum síðar var aftur komið að Cristiano Ronaldo að skora en nú eftir undirbúning frá Paulo Dybala. Ronaldo er þar með búinn að skora ellefu mörk í síðustu sjö deildarleikjum. Ronaldo skoraði þarna 432. mark sitt í fimm stærstu deildum Evrópu og tókst um tíma að jafna met Lionel Messi. Lionel Messi og félagar tóku á móti Granada á Nývangi, þar sem nýr knattspyrnustjóri félagsins, Quique Setién, stýrði heimamönnum í fyrsta sinn. Barcelona réði lögum og lofum í leiknum en skoraði ekki fyrr en Granada missti mann af velli á 69. mínútu þegar Germán Sánchez fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum. Barcelona skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu og það var auðvitað Lionel Messi sem skoraði, hver annar. Deildarmark númer 433 hjá Lionel Messi fyrir Barcelona sem er met yfir flest deildarmörk í fimm stærstu deildum Evrópu. Það voru aðeins 27 mínútur á milli sigurmarka Lionel Messi og Cristiano Ronaldo í gær. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar um sigurleiki Juventus og Barcelona í gær. Klippa: Sportpakkinn: 27 mínútur á milli sigurmarka Messi og Ronaldo í gær Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira
Knattspyrnusnillingarnir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo voru enn á ný á skotskónum með liðum sínum í gær og þeir skoruðu báðir sigurmarkið og það með stuttu millibili. Guðjón Guðmundsson skoðaði sigurleiki Juventus og Barcelona í gær. Cristiano Ronaldo er á miklu skriði í ítalska boltanum með stórliði Juventus sem fékk Parma í heimsókn í gær. Það var ekki fyrr en á markamínútunni, þeirri 43., að Juventus náði að brjóta ísinn. Ronaldo fékk þá boltann frá Blaise Matuidi, lét skotið ríða af og það fór í markið með viðkomu í varnarmanni. Hinn danski Andreas Cornelius náði að jafna metin fyrir Parma þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þetta var hins vegar skammvinn gleði fyrir Parma. It’s what they do. pic.twitter.com/236AaaSq4e— B/R Football (@brfootball) January 19, 2020 Þremur mínútum síðar var aftur komið að Cristiano Ronaldo að skora en nú eftir undirbúning frá Paulo Dybala. Ronaldo er þar með búinn að skora ellefu mörk í síðustu sjö deildarleikjum. Ronaldo skoraði þarna 432. mark sitt í fimm stærstu deildum Evrópu og tókst um tíma að jafna met Lionel Messi. Lionel Messi og félagar tóku á móti Granada á Nývangi, þar sem nýr knattspyrnustjóri félagsins, Quique Setién, stýrði heimamönnum í fyrsta sinn. Barcelona réði lögum og lofum í leiknum en skoraði ekki fyrr en Granada missti mann af velli á 69. mínútu þegar Germán Sánchez fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum. Barcelona skoraði eina mark leiksins á 76. mínútu og það var auðvitað Lionel Messi sem skoraði, hver annar. Deildarmark númer 433 hjá Lionel Messi fyrir Barcelona sem er met yfir flest deildarmörk í fimm stærstu deildum Evrópu. Það voru aðeins 27 mínútur á milli sigurmarka Lionel Messi og Cristiano Ronaldo í gær. Hér fyrir neðan má sjá frétt Guðjóns Guðmundssonar um sigurleiki Juventus og Barcelona í gær. Klippa: Sportpakkinn: 27 mínútur á milli sigurmarka Messi og Ronaldo í gær
Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Sjá meira