Innlent

Slökkviliðið kallað að fjölbýlishúsi við Kleppsveg

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að fjölbýlishúsi á Kleppsvegi í dag vegna mikils reyks.

Einn íbúi virðist hafa gleymt að slökkva á eldavélahellu með þeim afleiðingum að það sem var ofan á vélinni bráðnaði og úr varð talsverður reykur.

Enginn eldur blossaði upp af þessum sökum og sakaði engan.

Þá hafa sjúkraflutningamenn þurft að sinna nokkrum útköllum í dag. Samkvæmt varðstjóra hefur dagurinn þó verið með rólegra móti ólíkt því sem gerðist í nótt.

Þá var slökkviliðið kallað út vegna tveggja bílabruna auk þess sem sjúkraflutningamenn sinntu 25 útköllum, sem er talsvert fyrir ofan meðallag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×