„Finnst við stundum orðnar svolítið miklar frekjur í fótboltanum“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 12:00 Íslenska landsliðið hefur farið á tvö síðustu stórmót og er tveimur umspilsleikjum frá því að komast á það þriðja. VÍSIR/DANÍEL „Við þurfum ekkert að örvænta varðandi næstu tvö stórmót,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, í umræðum um aldur leikmanna A-landsliðsins. Freyr og Hjörvar Hafliðason voru gestir Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn þar sem ýmislegt bar á góma. Guðmundur velti því fyrir sér hvort Ísland gæti áfram haldið sama dampi og komist á stórmót eftir stórmót, eftir að hafa farið á EM 2016, HM 2018 og komist í umspil fyrir næsta Evrópumót sem frestað hefur verið til 2021. Umspilinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. „Eina sem maður veltir fyrir sér er auðvitað aldur leikmanna, en þegar maður pælir í honum þá er hann ekki svo hár. Við erum með gullkynslóð drengja fæddir 1988-1990. Það er stórmót 2021 og aftur jólin 2022, og það er kannski eftir þá keppni sem við þurfum mögulega að pæla í þessum hlutum. Ég held að liðið sé á flottum aldri núna. Að EM sé frestað um eitt ár er kannski erfitt fyrir einhverja leikmenn. Kári verður þá 39 ára, hann verður í Víkingi. Hvar verður Emil fram að þeirri keppni? En nei, það er ekkert hægt að afskrifa okkur. Við erum með þessa öflugu sveit nokkur ár í viðbót,“ sagði Hjörvar og Freyr var sýnilega ánægður með afstöðu sessunautar síns: Ekki of gamlir fyrir HM 2022 „Þeir eru ekki orðnir of gamlir fyrir 2021 og 2022. Kjarninn af þessum leikmönnum, ef við horfum á HM í Katar 2022, eru ennþá á aldri til að geta spilað á hæsta stigi. Þeir eru ekki orðnir of gamlir í nútímafótbolta, þannig að ég hef engar áhyggjur af næstu tveimur mótum. En ég er hins vegar hjartanlega sammála því að 2024 og 2026 verðum við búnir að missa þá og við verðum að finna eitthvað jafnvægi þangað til. Sú vinna er í gangi,“ sagði Freyr. Viðmælendurnir fóru yfir það hvaða kynslóðir taka við og hvernig stöðu þeir leikmenn eru í í samanburði við „gullkynslóðina,“ en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Hjörvar minnti á hve stutt væri í raun síðan að Ísland var á meðal lægst skrifuðu landsliða Evrópu og að það væri allt annað en sjálfgefið að halda sama dampi og síðustu ár: „Það var alltaf þessi klassíska afsökun í handbolta að við værum að fara í gegnum kynslóðaskipti en það verður þannig með fótboltaliðið. Við verðum að gefa okkur smá slaka þá. Mér finnst við stundum vera orðnar svolítið miklar frekjur í fótboltanum. Við unnum Albani hérna á heimavelli og það eru bara örfá ár síðan að maður var að syngja og tralla og gat ekki verið ánægðari með að vinna lið eins og Albaníu. En núna fannst okkur þetta ekki merkileg frammistaða og ekki sá fótbolti sem við viljum sjá á Laugardalsvelli. Bíddu hvaða fótbolta hafið þið séð á Laugardalsvelli? Ég er búinn að vera að mæta á landsleiki síðan ´85 eða ´86. Við erum orðin rosalega góðu vön og verðum að passa okkur svolítið á því. Þú [Gummi] varst í Liechtenstein [3-0 tap í undankeppni EM]. Það er svo stutt þangað. Það eru 13 ár síðan. Við erum á allt öðrum stað í dag en við megum ekki gleyma okkur í því að það gangi vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Fer landsliðið á fleiri stórmót? Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Fótbolti Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
„Við þurfum ekkert að örvænta varðandi næstu tvö stórmót,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta, í umræðum um aldur leikmanna A-landsliðsins. Freyr og Hjörvar Hafliðason voru gestir Guðmundar Benediktssonar í Sportinu í kvöld á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn þar sem ýmislegt bar á góma. Guðmundur velti því fyrir sér hvort Ísland gæti áfram haldið sama dampi og komist á stórmót eftir stórmót, eftir að hafa farið á EM 2016, HM 2018 og komist í umspil fyrir næsta Evrópumót sem frestað hefur verið til 2021. Umspilinu hefur verið frestað um óákveðinn tíma. „Eina sem maður veltir fyrir sér er auðvitað aldur leikmanna, en þegar maður pælir í honum þá er hann ekki svo hár. Við erum með gullkynslóð drengja fæddir 1988-1990. Það er stórmót 2021 og aftur jólin 2022, og það er kannski eftir þá keppni sem við þurfum mögulega að pæla í þessum hlutum. Ég held að liðið sé á flottum aldri núna. Að EM sé frestað um eitt ár er kannski erfitt fyrir einhverja leikmenn. Kári verður þá 39 ára, hann verður í Víkingi. Hvar verður Emil fram að þeirri keppni? En nei, það er ekkert hægt að afskrifa okkur. Við erum með þessa öflugu sveit nokkur ár í viðbót,“ sagði Hjörvar og Freyr var sýnilega ánægður með afstöðu sessunautar síns: Ekki of gamlir fyrir HM 2022 „Þeir eru ekki orðnir of gamlir fyrir 2021 og 2022. Kjarninn af þessum leikmönnum, ef við horfum á HM í Katar 2022, eru ennþá á aldri til að geta spilað á hæsta stigi. Þeir eru ekki orðnir of gamlir í nútímafótbolta, þannig að ég hef engar áhyggjur af næstu tveimur mótum. En ég er hins vegar hjartanlega sammála því að 2024 og 2026 verðum við búnir að missa þá og við verðum að finna eitthvað jafnvægi þangað til. Sú vinna er í gangi,“ sagði Freyr. Viðmælendurnir fóru yfir það hvaða kynslóðir taka við og hvernig stöðu þeir leikmenn eru í í samanburði við „gullkynslóðina,“ en innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Hjörvar minnti á hve stutt væri í raun síðan að Ísland var á meðal lægst skrifuðu landsliða Evrópu og að það væri allt annað en sjálfgefið að halda sama dampi og síðustu ár: „Það var alltaf þessi klassíska afsökun í handbolta að við værum að fara í gegnum kynslóðaskipti en það verður þannig með fótboltaliðið. Við verðum að gefa okkur smá slaka þá. Mér finnst við stundum vera orðnar svolítið miklar frekjur í fótboltanum. Við unnum Albani hérna á heimavelli og það eru bara örfá ár síðan að maður var að syngja og tralla og gat ekki verið ánægðari með að vinna lið eins og Albaníu. En núna fannst okkur þetta ekki merkileg frammistaða og ekki sá fótbolti sem við viljum sjá á Laugardalsvelli. Bíddu hvaða fótbolta hafið þið séð á Laugardalsvelli? Ég er búinn að vera að mæta á landsleiki síðan ´85 eða ´86. Við erum orðin rosalega góðu vön og verðum að passa okkur svolítið á því. Þú [Gummi] varst í Liechtenstein [3-0 tap í undankeppni EM]. Það er svo stutt þangað. Það eru 13 ár síðan. Við erum á allt öðrum stað í dag en við megum ekki gleyma okkur í því að það gangi vel.“ Klippa: Sportið í kvöld - Fer landsliðið á fleiri stórmót? Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta HM 2022 í Katar Fótbolti Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti