Lýsa yfir neyðarástandi í Japan Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 10:03 Shinzo Abe er hér lengst til hægri. Hann segist vonast til þess að með því að draga úr samskiptum fólks við aðra um 70 til 80 prósent í tvær vikur, megi svo gott sem stöðva útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. AP/Franck Robichon Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Nánar tiltekið í Tokyo, Osaka og fimm öðrum stöðum þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar er mikil. Samhliða því tilkynnti Abe stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækjum og fjölskyldum. Björgunarpakkinn samsvarar um 20 prósentum af vergri landsframleiðslu Japan, eða um það bil 990 milljörðum dala, og er það með heimsins stærstu slíku aðgerðum. Til marks um það samsvara björgunaraðgerðir Bandaríkjanna um ellefu prósentum af vergri landsframleiðslu og aðgerðir Þýskalands um fimm prósentum. Meðal annars stendur til að gefa fjölskyldum peninga ef þau hafa orðið eða verða fyrir miklu tekjutapi vegna faraldursins, samkvæmt frétt Japan Times. Þá stendur einnig til að aðstoða fyrirtæki sem verða við tekjutapi að halda fólki í vinnu. Neyðarástandsyfirlýsingin mun veita yfirvöldum meiri völd til að þvinga fólk til að halda sig heima og loka fyrirtækjum og verða í gildi til 6. maí. Um 44 prósent íbúa landsins búa á þeim svæðum þar sem búið er að lýsa yfir neyðarástandi. 3.906 smit hafa geinst í Japan og 92 hafa dáið. Fjölda smitaðra hefur þó verið að fjölga jafnt og þétt á undanförnum vikum. „Það mikilvægasta núna er að hver borgari breyti aðgerðum sínum,“ sagði Abe í kjölfar neyðarástandsyfirlýsingarinnar. „Ef hvert okkar gæti dregið úr samskiptum við aðra um 70 prósent, helst 80 prósent, gætum við náð hámarki smita á tveimur vikum.“ Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33 Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. 2. apríl 2020 11:06 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, hefur lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Nánar tiltekið í Tokyo, Osaka og fimm öðrum stöðum þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar er mikil. Samhliða því tilkynnti Abe stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækjum og fjölskyldum. Björgunarpakkinn samsvarar um 20 prósentum af vergri landsframleiðslu Japan, eða um það bil 990 milljörðum dala, og er það með heimsins stærstu slíku aðgerðum. Til marks um það samsvara björgunaraðgerðir Bandaríkjanna um ellefu prósentum af vergri landsframleiðslu og aðgerðir Þýskalands um fimm prósentum. Meðal annars stendur til að gefa fjölskyldum peninga ef þau hafa orðið eða verða fyrir miklu tekjutapi vegna faraldursins, samkvæmt frétt Japan Times. Þá stendur einnig til að aðstoða fyrirtæki sem verða við tekjutapi að halda fólki í vinnu. Neyðarástandsyfirlýsingin mun veita yfirvöldum meiri völd til að þvinga fólk til að halda sig heima og loka fyrirtækjum og verða í gildi til 6. maí. Um 44 prósent íbúa landsins búa á þeim svæðum þar sem búið er að lýsa yfir neyðarástandi. 3.906 smit hafa geinst í Japan og 92 hafa dáið. Fjölda smitaðra hefur þó verið að fjölga jafnt og þétt á undanförnum vikum. „Það mikilvægasta núna er að hver borgari breyti aðgerðum sínum,“ sagði Abe í kjölfar neyðarástandsyfirlýsingarinnar. „Ef hvert okkar gæti dregið úr samskiptum við aðra um 70 prósent, helst 80 prósent, gætum við náð hámarki smita á tveimur vikum.“
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33 Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. 2. apríl 2020 11:06 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33
Lýsir ekki yfir neyðarástandi en gefur grímur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, er andsnúinn því að lýsa yfir neyðarástandi þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Þó áköll eftir því verði sífellt háværari hefur Abe staðið fast á sínu. 2. apríl 2020 11:06