Lífið samstarf

Spider-Man: Far From Home frumsýnd á morgun

Sena kynnir
Spider-Man þarf í myndinni Spider-Man: Far From Home, að að takast á við nýjar ógnir í heimi sem hefur breyst að eilífu eftir atburði Avengers: Endgame. Þetta þýðir að Peter Parker neyðist til að stíga út fyrir þægindarammann og reyndar líka út fyrir hið venjulega sögusvið Spider Man myndanna New York. Það sem á að vera sumarfrí og ferðalag um Evrópu reynist Parker bæði hin mesta þolraun og ólýsanlegt ævintýri. Spider-Man: Far From Home verður frumsýnd á morgun, miðvikudag.

„Myndin sameinar húmor, tilfinningar og allt sem fólk elskar við Spider-Man og Marvel heiminn,“ segir leikstjóri myndarinnar, Jon Watts. Jon leikstýrði einnig Spider-Man: Homecoming og þar áður Cop Car. „Við reynum að vera trú þeim tóni sem við settum í Spider-Man: Homecoming þegar við útfærðum tilfinningarþrungin atriði Far from Home,“ segir hann einnig.

„Nýja myndin smellpassar við atburði Avengers Endgame enda gerist hún strax að þeim loknum,“ útskýrir Kevin Feige, framleiðandi myndarinnar. „Peter Parker og heimurinn allur þarf að horfast í augu við að Iron Man er ekki lengur til staðar en Peter  vill bara fá að vera venjulegur unglingur í smá tíma. En Spider-Man getur ekki leyft sér að vera bara „venjulegur“, hann hefur skyldum að gegna gagnvart heiminum öllum, sérstaklega nú. Þegar Nick Fury leitar hann uppi til þess að berjast við nýja ógn verður Peter að taka sig taki, en er hann reiðubúinn til þess? Tom Holland, sem fer með hlutverk Peter Parker, segir að „Far from Home“ sé enn skemmtilegri en fyrsta myndin okkar en á sama tíma er hún persónulegri og áskoranirnar meiri. Í þessari mynd er allt stærra. Myndin er einfaldlega stærri og betri á allan hátt.“ Segir Kevin Feige.

Tom Holland sem fer með hlutverk Peter Parker/Spider-Man er einn af áhugaverðustu ungu leikurum í Hollywood um þessar mundir. Hann varð heimsfrægur fyrir túlkun sína á Peter Parker/Spider-Man í þremur síðustu MCU kvikmyndunum, Captain America: Civil War, Spider-Man: Homecoming og Avengers: Infinity War en sú mynd sló aðsóknarmet í apríl 2018. Fyrri myndirnar tvær höluðu inn yfir einum milljarði og áttahundruð milljónum á heimsvísu.

Frábær viðbrögð gagnrýnenda

Fyrstu viðbrögð Spider-Man: Far from Home eru frábær. „Stórkostlega fyndin – full af óvæntu tvisti - hasarhlaðið ævintýri og einmitt það sem heimurinn þarfnast eftir Endgame,“ er meðal þess sem gagnrýnendur segja. „Myndin útvíkkar MCU heiminn svo um munar. Frammistaða Tom Holland, Jake Gyllenhaal og Zendaya er frábær.“ 

Rotten Tomatoes dæma Spider-Man: Far From Home, ferska!

IGN segir:  „Spider-Man: Far From Home er skemmtileg, ótrúlega fyndin og sniðuglega útsett ævintýramynd sem uppfyllir bæði léttleika og alvarlegan undirtón Avengers: Endgame. Hún er spennandi stökk inn í næsta fasa MCU.“

Gleiberman, VARIETY: „Tom Holland vex í hlutverki sínu sem Peter Parker í Spider-Man framhaldsmynd sem spinnur vef blekkinga og sannar að MCU heldur flugi eftir Avengers.“

Myndin er bönnuð innan 12 ára.

Leikstjóri: Jon Watts, handrit: Steve Ditko og Stan Lee.

Aðalhlutverk: Zendaya, Anqourie Rice, Tom Holland, Jake Gyllenhal.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Senu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.