Milka á óklárað verk fyrir höndum í Keflavík Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2020 18:10 Dominykas Milka mætti í settið í Sportinu í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT Keflavík fékk góð meðmæli þegar Dominykas Milka fór að spyrjast fyrir um félagið á síðasta ári. Eftir að hafa leikið frábærlega með liðinu í Domino‘s-deildinni í vetur ákvað þessi öflugi körfuboltamaður að vera áfram í Keflavík á næstu leiktíð. Milka heimsótti þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag og útskýrði meðal annars þá ákvörðun sína að gera nýjan samning við Keflavík. Innslagið má sjá hér að neðan. „Það höfðu nokkur lið í Evrópu samband við mig en fyrir mér þá er keppnistímabilinu í raun ekki lokið. Við þurftum að hætta skyndilega, eftir að við í Keflavík höfðum staðið okkur mjög vel í vetur og gert vel með því að komast í þá stöðu sem við ætluðum okkur, að geta unnið Íslandsmeistaratitilinn. En úr því að það þurfti að slíta mótinu vegna kórónuveirunnar, og við Deane [Williams] töluðum um að við vildum klára það sem við byrjuðum á, þá ákváðum við að skrifa strax undir samning svo við gætum byrjað snemma að undirbúa okkur,“ sagði Milka. Milka kom til Keflavíkur eftir að hafa meðal annars rætt við Steven D‘agustino, sem var hjá Keflavík fyrri hluta leiktíðarinnar 2011-2012 og stóð sig vel, Michael Craion og fleiri um það hvernig liðið væri og fólkið í Reykjanesbæ. Hann segir það ekki skipta sig máli hvaða tölum hann nái sjálfur á næstu leiktíð, í stigum og fráköstum, svo lengi sem Keflvíkingar landi þeim stóra. Það sé markmiðið. Hann tók flest fráköst allra í Domino's-deildinni í vetur eða 12,1 að meðaltali í leik, og skoraði 20,9 stig. Klippa: Sportið í dag - Milka kaus að vera áfram í Keflavík Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Lykilmenn Keflavíkur halda áfram að framlengja Keflvíkingar halda áfram að skrifa undir við lykilmenn sína í körfuboltanum fyrir næstu leiktíð en nú hefur Deane Williams skrifað undir samning við félagið fyrir næstu leiktíð. 11. apríl 2020 21:33 Milka áfram í Keflavík Dominykas Milka og Keflavík hafa komist að samkomulagi um að Milka muni leika með liðinu áfram á næstu leiktíð. 10. apríl 2020 18:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira
Keflavík fékk góð meðmæli þegar Dominykas Milka fór að spyrjast fyrir um félagið á síðasta ári. Eftir að hafa leikið frábærlega með liðinu í Domino‘s-deildinni í vetur ákvað þessi öflugi körfuboltamaður að vera áfram í Keflavík á næstu leiktíð. Milka heimsótti þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag og útskýrði meðal annars þá ákvörðun sína að gera nýjan samning við Keflavík. Innslagið má sjá hér að neðan. „Það höfðu nokkur lið í Evrópu samband við mig en fyrir mér þá er keppnistímabilinu í raun ekki lokið. Við þurftum að hætta skyndilega, eftir að við í Keflavík höfðum staðið okkur mjög vel í vetur og gert vel með því að komast í þá stöðu sem við ætluðum okkur, að geta unnið Íslandsmeistaratitilinn. En úr því að það þurfti að slíta mótinu vegna kórónuveirunnar, og við Deane [Williams] töluðum um að við vildum klára það sem við byrjuðum á, þá ákváðum við að skrifa strax undir samning svo við gætum byrjað snemma að undirbúa okkur,“ sagði Milka. Milka kom til Keflavíkur eftir að hafa meðal annars rætt við Steven D‘agustino, sem var hjá Keflavík fyrri hluta leiktíðarinnar 2011-2012 og stóð sig vel, Michael Craion og fleiri um það hvernig liðið væri og fólkið í Reykjanesbæ. Hann segir það ekki skipta sig máli hvaða tölum hann nái sjálfur á næstu leiktíð, í stigum og fráköstum, svo lengi sem Keflvíkingar landi þeim stóra. Það sé markmiðið. Hann tók flest fráköst allra í Domino's-deildinni í vetur eða 12,1 að meðaltali í leik, og skoraði 20,9 stig. Klippa: Sportið í dag - Milka kaus að vera áfram í Keflavík Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Lykilmenn Keflavíkur halda áfram að framlengja Keflvíkingar halda áfram að skrifa undir við lykilmenn sína í körfuboltanum fyrir næstu leiktíð en nú hefur Deane Williams skrifað undir samning við félagið fyrir næstu leiktíð. 11. apríl 2020 21:33 Milka áfram í Keflavík Dominykas Milka og Keflavík hafa komist að samkomulagi um að Milka muni leika með liðinu áfram á næstu leiktíð. 10. apríl 2020 18:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira
Lykilmenn Keflavíkur halda áfram að framlengja Keflvíkingar halda áfram að skrifa undir við lykilmenn sína í körfuboltanum fyrir næstu leiktíð en nú hefur Deane Williams skrifað undir samning við félagið fyrir næstu leiktíð. 11. apríl 2020 21:33
Milka áfram í Keflavík Dominykas Milka og Keflavík hafa komist að samkomulagi um að Milka muni leika með liðinu áfram á næstu leiktíð. 10. apríl 2020 18:30