Biðu í sex mikilvæga daga Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2020 07:35 Xi Jinping, forseti Kína. AP/Xie Huanchi Kínverskir embættismenn þögðu í sex daga eftir að þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru líklega með faraldur á höndunum vegna nýju kórónuveirunnar. Á sjöunda degi eða þann 20. janúar, gaf Xi Jinping, forseti Kína, út viðvörun. Í millitíðinni hafði þó stærðarinnar veisla verið haldin í Wuhan, borginni þar sem faraldurinn hófst, sem tugir þúsunda sóttu og milljónir lögðu land undir fót vegna nýársfögnuðar. Rúmlega þrjú þúsund manns höfðu smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, á þessum dögum. Það sem meira er. Í tvær vikur í aðdraganda 14. janúar, skráðu yfirvöld ekki eitt tilfelli Covid-19, þó vitað sé að hundruð manna smituðust. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir og viðtölum við sérfræðinga. Áður höfðu Kínverjar reynt að kveða niður umræðu um veiruna og jafnvel viðvaranir. Læknir sem hafði varað aðra lækna við útbreiðslu veirunnar þann 30. desember, var handtekinn og þvingaður til að játa að setja fram „falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Hann dó svo vegna veirunnar. Alls voru átta læknar ávíttir og var sagt frá því í sjónvarpsfréttum um landið allt. Sérfræðingar segja að grip yfirvalda Kína á flæði upplýsinga, skriffinnska og það að embættismenn vilji ekki færa yfirmönnum sínum slæmar fréttir, hafi komið í veg fyrir fljót viðbrögð við útbreiðslu veirunnar. Þar að auki hafi verið búið að hræða lækna svo að þeir þorðu ekki að vekja athygli á faraldrinum. Það var ekki fyrr en þann 13. janúar, þegar fyrsta tilfellið var staðfest utan landamæra Kína, eða í Taílandi, að leiðtogar landsins áttuðu sig á stöðu mála og gripu til aðgerða. Þann 14. janúar var haldinn fundur háttsettra embættismanna og Ma Xiaowei, heilbrigðisráðherra Kína, sagði að um faraldur væri að ræða. Kína stafaði ógn af honum og útlit væri fyrir að veiran smitaðist manna á milli. Eins og áður segir, var það svo þann 20. janúar sem íbúar voru varaðir við faraldrinum og í millitíðinni reyndu embættismenn að gera lítið úr ástandinu. Sérfræðingar segja að þessir sex dagar hafi verið mjög mikilvægir og hægt hefði verið að sporna verulega gegn útbreiðslu veirunnar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Kínverskir embættismenn þögðu í sex daga eftir að þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru líklega með faraldur á höndunum vegna nýju kórónuveirunnar. Á sjöunda degi eða þann 20. janúar, gaf Xi Jinping, forseti Kína, út viðvörun. Í millitíðinni hafði þó stærðarinnar veisla verið haldin í Wuhan, borginni þar sem faraldurinn hófst, sem tugir þúsunda sóttu og milljónir lögðu land undir fót vegna nýársfögnuðar. Rúmlega þrjú þúsund manns höfðu smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, á þessum dögum. Það sem meira er. Í tvær vikur í aðdraganda 14. janúar, skráðu yfirvöld ekki eitt tilfelli Covid-19, þó vitað sé að hundruð manna smituðust. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir og viðtölum við sérfræðinga. Áður höfðu Kínverjar reynt að kveða niður umræðu um veiruna og jafnvel viðvaranir. Læknir sem hafði varað aðra lækna við útbreiðslu veirunnar þann 30. desember, var handtekinn og þvingaður til að játa að setja fram „falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Hann dó svo vegna veirunnar. Alls voru átta læknar ávíttir og var sagt frá því í sjónvarpsfréttum um landið allt. Sérfræðingar segja að grip yfirvalda Kína á flæði upplýsinga, skriffinnska og það að embættismenn vilji ekki færa yfirmönnum sínum slæmar fréttir, hafi komið í veg fyrir fljót viðbrögð við útbreiðslu veirunnar. Þar að auki hafi verið búið að hræða lækna svo að þeir þorðu ekki að vekja athygli á faraldrinum. Það var ekki fyrr en þann 13. janúar, þegar fyrsta tilfellið var staðfest utan landamæra Kína, eða í Taílandi, að leiðtogar landsins áttuðu sig á stöðu mála og gripu til aðgerða. Þann 14. janúar var haldinn fundur háttsettra embættismanna og Ma Xiaowei, heilbrigðisráðherra Kína, sagði að um faraldur væri að ræða. Kína stafaði ógn af honum og útlit væri fyrir að veiran smitaðist manna á milli. Eins og áður segir, var það svo þann 20. janúar sem íbúar voru varaðir við faraldrinum og í millitíðinni reyndu embættismenn að gera lítið úr ástandinu. Sérfræðingar segja að þessir sex dagar hafi verið mjög mikilvægir og hægt hefði verið að sporna verulega gegn útbreiðslu veirunnar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira