Fótbolti

Draumabyrjun Arons á tímabilinu | Matthías skoraði á Spáni

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Jóhannsson skoraði sín fyrstu mörk fyrir Hammarby í dag.
Aron Jóhannsson skoraði sín fyrstu mörk fyrir Hammarby í dag. twitter/@hammarbyfotboll

Aron Jóhannsson fékk óskabyrjun á nýrri leiktíð með Hammarby í Svíþjóð í dag þegar hann skoraði tvö mörk í 5-1 sigri gegn Varberg í sænsku bikarkeppninni.

Þetta voru jafnframt fyrstu mörk Arons fyrir Hammarby en hann kom til félagsins frá Werder Bremen síðasta sumar, eftir fjögurra ára dvöl í Þýskalandi. Þessi 29 ára gamli framherji hefur verið afar óheppinn með meiðsli á sínum ferli og mörkin í dag voru sjálfsagt langþráð enda Aron ekki skorað í alvöru leik í tæplega tvö ár.

Leikið er í riðlakeppni á 2. stigi sænska bikarsins og mætir Hammarby liði Brommapojkarna á sunnudag, og svo Sundsvall viku síðar í síðasta leik sínum í riðlinum. Efsta liðið kemst í 8-liða úrslit. Sundsvall og Brommapojkarna gerðu 2-2 jafntefli í dag.

Matthías Vilhjálmsson var einnig á skotskónum í dag en hann gerði eina markið í sigri Vålerenga á Sandefjord í æfingaleik á Spáni.

Í dönsku úrvalsdeildinni vann AGF 2-1 útisigur gegn Horsens en Jón Dagur Þorsteinsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá AGF að þessu sinni. Liðið er í 3. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×