Kompás hlaut Blaðamannaverðlaun fyrir viðtal ársins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2020 16:59 Verðlaunahafar fyrir viðtal ársins taldir frá vinstri til hægri. Jóhann K. Jóhannsson, Erla Björg Gunnarsdóttir, Arnar Jónmundsson, framleiðandi þáttanna, og Nadine Guðrún Yaghi. vísir Blaðamannaverðlaun fyrir árið 2019 voru afhent í gær og voru verðlaun veitt í fjórum flokkum: fyrir bestu umfjöllunina, viðtal ársins, rannsóknarblaðamennsku og blaðamannaverðlaun ársins. Verðlaunin voru afhent í Blaðamannaklúbbnum í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Verðlaun fyrir bestu umfjöllunina hlutu Alma Mjöll Ólafsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Margrét Marteinsdóttir og Steindór Grétar Jónsson hjá Stundinni fyrir umfjöllun um hamfarahlýnun. Aðrir sem voru tilnefndir í flokknum voru Arnhildur Hálfdánardóttir hjá RÚV fyrir hlaðvarpsþáttaröðina Loftslagsþerapían og Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson fyrir umfjöllun um efnahagsmál hjá Kjarnanum. Verðlaun fyrir viðtal ársins hlutu Erla Björg Gunnarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi og Jóhann K. Jóhannsson hjá Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Verðlaunin hlutu þau fyrir viðtal sitt og umfjöllun um Margréti Lillý Einarsdóttur, 17 ára gamla, sem lýsir því hvernig samfélagið brást henni þegar hún á grunnskólaaldri ólst upp ein hjá móður sem átti bæði við geðrænan vanda og fíknivanda að stríða. Viðtalið birtist í Kompási. Aðrir sem tilnefndir voru í þeim flokki voru Orri Páll Ormarsson hjá Morgunblaðinu fyrir viðtal við Sævar Þór Jónsson, lögmann, og Ari Brynjólfsson hjá Fréttablaðinu fyrir viðtal við fjóra erlenda vagnstjóra. Þeir sem tilnefndir voru til blaðamannaverðlauna.Vísir Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Stefán Drengsson hlutu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku fyrir umfjöllun sína í Kveik og hjá Sundinni um Samherjamálið. Aðrir sem tilnefndir voru í þessum flokki voru Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson í Kveik fyrir umfjöllun um Procar-málið og Stefán Einar Stefánsson hjá Morgunblaðinu fyrir bókina „Wow, ris og fall flugfélags“ ásamt fréttum og fréttaskýringum um málið. Blaðamannaverðlaun ársins hlaut Arnar Páll Hauksson í Speglinum hjá RÚV fyrir umfjöllun um kjaramál. Aðrir sem tilnefndir voru í flokknum voru Guðrún Hálfdánardóttir hjá mbl.is fyrir greinaflokkinn Skóli fyrir alla og Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hjá Stundinni fyrir vönduð viðtöl og umfjallanir. Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Blaðamannaverðlaun fyrir árið 2019 voru afhent í gær og voru verðlaun veitt í fjórum flokkum: fyrir bestu umfjöllunina, viðtal ársins, rannsóknarblaðamennsku og blaðamannaverðlaun ársins. Verðlaunin voru afhent í Blaðamannaklúbbnum í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Verðlaun fyrir bestu umfjöllunina hlutu Alma Mjöll Ólafsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Margrét Marteinsdóttir og Steindór Grétar Jónsson hjá Stundinni fyrir umfjöllun um hamfarahlýnun. Aðrir sem voru tilnefndir í flokknum voru Arnhildur Hálfdánardóttir hjá RÚV fyrir hlaðvarpsþáttaröðina Loftslagsþerapían og Magnús Halldórsson og Þórður Snær Júlíusson fyrir umfjöllun um efnahagsmál hjá Kjarnanum. Verðlaun fyrir viðtal ársins hlutu Erla Björg Gunnarsdóttir, Nadine Guðrún Yaghi og Jóhann K. Jóhannsson hjá Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Verðlaunin hlutu þau fyrir viðtal sitt og umfjöllun um Margréti Lillý Einarsdóttur, 17 ára gamla, sem lýsir því hvernig samfélagið brást henni þegar hún á grunnskólaaldri ólst upp ein hjá móður sem átti bæði við geðrænan vanda og fíknivanda að stríða. Viðtalið birtist í Kompási. Aðrir sem tilnefndir voru í þeim flokki voru Orri Páll Ormarsson hjá Morgunblaðinu fyrir viðtal við Sævar Þór Jónsson, lögmann, og Ari Brynjólfsson hjá Fréttablaðinu fyrir viðtal við fjóra erlenda vagnstjóra. Þeir sem tilnefndir voru til blaðamannaverðlauna.Vísir Aðalsteinn Kjartansson, Helgi Seljan, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Stefán Drengsson hlutu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku fyrir umfjöllun sína í Kveik og hjá Sundinni um Samherjamálið. Aðrir sem tilnefndir voru í þessum flokki voru Aðalsteinn Kjartansson og Stefán Drengsson í Kveik fyrir umfjöllun um Procar-málið og Stefán Einar Stefánsson hjá Morgunblaðinu fyrir bókina „Wow, ris og fall flugfélags“ ásamt fréttum og fréttaskýringum um málið. Blaðamannaverðlaun ársins hlaut Arnar Páll Hauksson í Speglinum hjá RÚV fyrir umfjöllun um kjaramál. Aðrir sem tilnefndir voru í flokknum voru Guðrún Hálfdánardóttir hjá mbl.is fyrir greinaflokkinn Skóli fyrir alla og Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hjá Stundinni fyrir vönduð viðtöl og umfjallanir.
Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira