„Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2020 21:21 Kári sagðist ekki geta skrifað umsókn um leyfi til að framkvæma vísindarannsókn, því ekki standi til að framkvæma vísindarannsókn. Það hafi aldrei staðið til. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. Það sé að allt sem fyrirtækið geri sé grunsamlegt og beri að skoða betur. Þetta sagði Kári í athugasemd við Facebookfærslu Stefáns Pálssonar, sagnfræðings og þungavigtarmanns í Vinstri grænum, þar sem Stefán gefur í skyn að með því að bjóðast til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið væri Kári að reyna að koma höndum yfir lífsýni fólks. Kári sagði frá því fyrr í kvöld að ekkert yrði af verkefninu en Alma Möller, landlæknir sagði frá því á blaðamannafundi í gær og virðist sem að boði ÍE hafi verið tekið á jákvæðan máta. Ástæðan fyrir því að ekkert verði af kórónuskimuninni er, samkvæmt Kára, að Vísindasiðanefnd og Persónuvernd hafi skilgreint skimunina sem vísindarannsókn og að ÍE þyrfti að sækja um leyfi. Sjá einnig: Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Kári sagðist ekki geta skrifað umsókn um leyfi til að framkvæma vísindarannsókn, því ekki standi til að framkvæma vísindarannsókn. Það hafi aldrei staðið til. „Við buðumst til þess að sinna ákveðnum þætti viðbragðanna við faraldrinum sem heilbrigðiskerfið er illa í stakk búið til þess að sinna. Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn,“ skrifaði Kári. Í yfirlýsingu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að aldrei hafi staðið til að sýni sem hefðu komið til vegna skimunarinnar hefðu farið í lífssýnabanka fyrirtækisins, enda væri slíkt ekki í samræmi við lög. Einungis hafi verið boðin fram klínísk aðstoð við að taka og greina sýni úr fólki sem er með einkenni sem gætu bent til veirusýkingar. Það átti að leiða í ljós hvort veiran væri að stökkbreytast. „Íslensk erfðagreining greinir nú þegar um eitt þúsund sýni á ári frá Landspítalanum þar sem grunur leikur á sjaldgæfum erfðasjúkdómum eða veikindi eru af óþekktum orsökum. Sú samvinna hefur ekki verið leyfisskyld,“ segir í yfirlýsingunni. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57 Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13 Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7. mars 2020 17:32 Kórónuveirusmit orðin fimmtíu talsins hér á landi Í dag hafa greinst fimm ný smit af kórónuveirunni. Þrjú þeirra eru innlend og má rekja þau til einstaklinga sem voru á hættusvæðum erlendis. Hinir tveir sýktust erlendis. 7. mars 2020 14:59 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir afstöðu Vísindasiðanefndar, og annarra, varðandi aðkomu fyrirtækisins að skimun fyrir kórónuveirunni endurspegla afstöðu sem starfsmenn ÍE hafi þurft að takast á við í 23 ár. Það sé að allt sem fyrirtækið geri sé grunsamlegt og beri að skoða betur. Þetta sagði Kári í athugasemd við Facebookfærslu Stefáns Pálssonar, sagnfræðings og þungavigtarmanns í Vinstri grænum, þar sem Stefán gefur í skyn að með því að bjóðast til að skima sýni fyrir heilbrigðiskerfið væri Kári að reyna að koma höndum yfir lífsýni fólks. Kári sagði frá því fyrr í kvöld að ekkert yrði af verkefninu en Alma Möller, landlæknir sagði frá því á blaðamannafundi í gær og virðist sem að boði ÍE hafi verið tekið á jákvæðan máta. Ástæðan fyrir því að ekkert verði af kórónuskimuninni er, samkvæmt Kára, að Vísindasiðanefnd og Persónuvernd hafi skilgreint skimunina sem vísindarannsókn og að ÍE þyrfti að sækja um leyfi. Sjá einnig: Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Kári sagðist ekki geta skrifað umsókn um leyfi til að framkvæma vísindarannsókn, því ekki standi til að framkvæma vísindarannsókn. Það hafi aldrei staðið til. „Við buðumst til þess að sinna ákveðnum þætti viðbragðanna við faraldrinum sem heilbrigðiskerfið er illa í stakk búið til þess að sinna. Við ætluðum að þjónusta heilbrigðiskerfið, ekki vinna vísindarannsókn,“ skrifaði Kári. Í yfirlýsingu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að aldrei hafi staðið til að sýni sem hefðu komið til vegna skimunarinnar hefðu farið í lífssýnabanka fyrirtækisins, enda væri slíkt ekki í samræmi við lög. Einungis hafi verið boðin fram klínísk aðstoð við að taka og greina sýni úr fólki sem er með einkenni sem gætu bent til veirusýkingar. Það átti að leiða í ljós hvort veiran væri að stökkbreytast. „Íslensk erfðagreining greinir nú þegar um eitt þúsund sýni á ári frá Landspítalanum þar sem grunur leikur á sjaldgæfum erfðasjúkdómum eða veikindi eru af óþekktum orsökum. Sú samvinna hefur ekki verið leyfisskyld,“ segir í yfirlýsingunni.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57 Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13 Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7. mars 2020 17:32 Kórónuveirusmit orðin fimmtíu talsins hér á landi Í dag hafa greinst fimm ný smit af kórónuveirunni. Þrjú þeirra eru innlend og má rekja þau til einstaklinga sem voru á hættusvæðum erlendis. Hinir tveir sýktust erlendis. 7. mars 2020 14:59 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Upplifunin er þannig eins og það sé búið að dæma okkur sýkt“ Haraldur Ási Lárusson er einn af þeim 70 sem komu með flugi frá Veróna á Ítalíu í dag en hann hefur verið á skíðum í Madonna. 7. mars 2020 20:57
Ekkert verður af kórónuskimun Íslenskrar erfðagreiningar Vísindasiðanefnd segir að fyrirtækið þyrfti að sækja um leyfi þar sem skimunin yrði skilgreind sem vísindarannsókn. 7. mars 2020 19:13
Eins árs gamalt barn á meðal þeirra Íslendinga sem greinst hafa með kórónuveiruna Fimmtíu hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi þar af eru sjö innanlandssmit. Einn þeirra Íslendinga sem fengið hefur kórónuveiruna er eins árs gamalt barn. 7. mars 2020 17:32
Kórónuveirusmit orðin fimmtíu talsins hér á landi Í dag hafa greinst fimm ný smit af kórónuveirunni. Þrjú þeirra eru innlend og má rekja þau til einstaklinga sem voru á hættusvæðum erlendis. Hinir tveir sýktust erlendis. 7. mars 2020 14:59