Innlent

Fimm hjúkrunarfræðingar sem starfa á gjörgæslu smitaðir

Eiður Þór Árnason skrifar
Mikið álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítala að undanförnu.
Mikið álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítala að undanförnu. Vísir/Vilhelm

Fimm hjúkrunarfræðingar sem starfa á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eru smitaðir af kórónuveirunni. Alma Möller landlæknir greindi frá þessu á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag.

Fram kom á fundinum að tveir hjúkrunarfræðinganna hafi verið í skíðaferð þar sem þeir hafi líklegast smitast. Þeir hafi svo að öllum líkindum smitað vinnufélaga sína á gjörgæsludeildinni eftir komuna til landsins. Alma sagði búið að rekja smitin og taldi nokkuð víst að sjúklingar á gjörgæsludeild hafi ekki smitast.

Búið er að skipta gjörgæsludeild Landspítala í einingar til þess að koma í veg fyrir að veirusmit berist milli sjúklinga.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×