Innlent

Þau sóttu um em­bætti for­stjóra ÍSOR

Atli Ísleifsson skrifar
Nýr forstjóri mun taka við starfinu af Ólafi G. Flóvenz.
Nýr forstjóri mun taka við starfinu af Ólafi G. Flóvenz. ÍSOR

Alls sóttu fimmtán manns um stöðu embættis forstjóra Íslenskra orkurannsókna – ÍSOR, sem auglýst var til umsóknar í mars.

Stjórn ÍSOR ræður nýjan forstjóra en gert er ráð fyrir að hann tali við starfinu þann 1. júní næstkomandi. Capacent sér um ráðningarferlið fyrir hönd stjórnar.

Nýr forstjóri mun taka við starfinu af Ólafi G. Flóvenz sem sagði starfi sínu lausu fyrr á árinu. Ólafur hefur gegnt starfi forstjóra frá stofnun ÍSOR eða frá árinu 2003 og þar áður sem framkvæmdastjóri forvera þess, Rannsóknasviðs Orkustofnunar frá 1997.

Eftirfarandi sóttu um starfið:

  • Árni Magnússon, ráðgjafi 
  • Bjarni Gautason, deildarstjóri
  • Bjarni Richter, yfirverkefnastjóri 
  • Björn H Halldórsson, verkfræðingur
  • Glaucia Pereira, Head of Data Science Technology Applications 
  • Hans Benjamínsson, MBA
  • Helga Jósepdóttir, Innovation strategist/nýsköpunarfræðingur 
  • Hjalti Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri
  • Kári Rafn Þorbergsson, rekstrarstjóri 
  • Magnús Gehringer, sérfræðingur í þróun jarðhitaverkefna
  • Marcin Zembrowski, Partner Operations - Licensing team 
  • Marek Kowalczuk, Master of Engineering
  • Sigurjón Jónsson, prófessor í jarðeðlisfræði 
  • Toms Zalitis, verktaki
  • Valdimar Bjornsson, framkvæmdastjóri

Stjórn ÍSOR hefur skipað þriggja manna valnefnd til að fara yfir umsóknir og leggja álit sitt fyrir stjórnina sem tekur endanlega ákvörðun.

ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið, en hlutverk ÍSOR er að vinna að verkefnum og rannsóknum á sviði náttúrufars, orkumála og annarra auðlindamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×