Yfir tíu þúsund skammtar af veislumat beint í ruslið Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 9. mars 2020 16:00 Guðmundur Kr. Ragnarsson ber sig vel þótt hann hafi þurft að henda tíu þúsund skömmtum af veislumat á laugardaginn. Vísir Guðmundur Kr. Ragnarsson, kokkur á veitingastaðnum og veisluþjónustunni Laugaási, segir sex viðburðum sem fyrirtækið átti að þjónusta með mat á laugardaginn hafa afboðað aðeins nokkkrum klukkustundum áður en bera átti fram mat. Hann segir að rúmlega tíu þúsund matarskammtar af veislumat hafi farið í ruslið. Guðmundur segir engan möguleika fyrir Laugaás að láta matinn frá sér til annarra. Staðurinn geti ekki tekið ábyrgð á því að deila matnum - og megi það ekki samkvæmt reglum heilbrigðiseftirlitsins. Ef dagar liðu frá því að matur yrði gefinn og þar til einhver neytti, og einhver veiktist, þá væri staðurinn ábyrgur. Hann áætlar að til viðbótar hafi þrjátíu þúsund skammtar á höfuðborgarsvæðinu farið í ruslið um helgina. „Þetta byrjar eiginlega í síðustu viku þar sem við fórum að sjá afbókanir allt fram í apríl og maí,“ segir Guðmundur sem rekið hefur Laugaás í fjörutíu ár. Um hafi verið að ræða hópa erlendis frá en sömuleiðis hér heima. Stórir hópar hafi helst úr lestinni bæði miðvikudag og fimmtudag. Þeir hafi haldið sínu striki gagnvart viðskiptavinum sínum fyrir laugardagskvöldið enda ráðnir til verksins. Enginn möguleiki á að snúa við „Á laugardeginum eru þetta 10.200 matarskammtar sem eru tilbúnir. Það er búið að elda allan fiskinn, gera alla forréttina, alla desertana, aðalréttina, elda allt grænmetið. Það er bara allt klárt. Á öllum stöðum eru hlutir komnir í hús. Við erum „steady“ að kýla á þetta.“ Um klukkan ellefu á laugardeginum hafi fyrsta afbókunin komið. „Svo er hryna til klukkan tvö. Við höfum enga möguleika á að snúa við,“ segir Guðmundur. Hann hugsar þó ekki aðeins um sig heldur veltir fyrir sér gestunum. Fólkinu. „Einstaklingar voru jafnvel í sminki þegar þeir fá símtalið. Fólk sem er á leið á skemmtanir, í startholunum,“ segir Guðmundur. Hann vonar að fjölmargir hafi engu að síður skemmt sér á laugardagskvöldið. Hann sér fram á algjört hrun í stórum veislum næstu mánuði. Reiknar með engum stórum veislum á næstunni „Ég áætla að þetta verði allur mars, allar veislur í apríl hljóta að vera farnar og fram í maí. Ég hef enga trú á því að stórar skemmtanir verði haldnar á þessu tímabili.“ Hann vonar að blásið verði til algjörrar veislu í haust í samfélaginu. Varðandi tap vegna afbókana segist hann ekki vera kominn svo langt í ferlinu. „Ég veit það bara að þeir sem töluðu við mig höfðu skilning á þessu og töluðu með hlýhug til okkar. Aðalatriðið er að allir eru að reyna að standa saman,“ segir Guðmundur. Fólk megi ekki missa gleðina. Þá hafi hann ekki tjaldað til einnar nætur. „Við erum fjörutíu ára gamalt fyrirtæki. Við höfum gengið í gegnum ýmislegt hér á Íslandi. Þetta er eitt af því,“ segir Guðmundur. Hann reiknar með að Laugaás jafni sig. „Við höfum passað okkur í gegnum árin eins og flestallir aðrir. Við megum ekki bara horfa á að við séum í rekstri til nokkura mánaða. Þetta er langhlaup. Þetta verður allt í lagi.“ Veitingastaðir Wuhan-veiran Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Guðmundur Kr. Ragnarsson, kokkur á veitingastaðnum og veisluþjónustunni Laugaási, segir sex viðburðum sem fyrirtækið átti að þjónusta með mat á laugardaginn hafa afboðað aðeins nokkkrum klukkustundum áður en bera átti fram mat. Hann segir að rúmlega tíu þúsund matarskammtar af veislumat hafi farið í ruslið. Guðmundur segir engan möguleika fyrir Laugaás að láta matinn frá sér til annarra. Staðurinn geti ekki tekið ábyrgð á því að deila matnum - og megi það ekki samkvæmt reglum heilbrigðiseftirlitsins. Ef dagar liðu frá því að matur yrði gefinn og þar til einhver neytti, og einhver veiktist, þá væri staðurinn ábyrgur. Hann áætlar að til viðbótar hafi þrjátíu þúsund skammtar á höfuðborgarsvæðinu farið í ruslið um helgina. „Þetta byrjar eiginlega í síðustu viku þar sem við fórum að sjá afbókanir allt fram í apríl og maí,“ segir Guðmundur sem rekið hefur Laugaás í fjörutíu ár. Um hafi verið að ræða hópa erlendis frá en sömuleiðis hér heima. Stórir hópar hafi helst úr lestinni bæði miðvikudag og fimmtudag. Þeir hafi haldið sínu striki gagnvart viðskiptavinum sínum fyrir laugardagskvöldið enda ráðnir til verksins. Enginn möguleiki á að snúa við „Á laugardeginum eru þetta 10.200 matarskammtar sem eru tilbúnir. Það er búið að elda allan fiskinn, gera alla forréttina, alla desertana, aðalréttina, elda allt grænmetið. Það er bara allt klárt. Á öllum stöðum eru hlutir komnir í hús. Við erum „steady“ að kýla á þetta.“ Um klukkan ellefu á laugardeginum hafi fyrsta afbókunin komið. „Svo er hryna til klukkan tvö. Við höfum enga möguleika á að snúa við,“ segir Guðmundur. Hann hugsar þó ekki aðeins um sig heldur veltir fyrir sér gestunum. Fólkinu. „Einstaklingar voru jafnvel í sminki þegar þeir fá símtalið. Fólk sem er á leið á skemmtanir, í startholunum,“ segir Guðmundur. Hann vonar að fjölmargir hafi engu að síður skemmt sér á laugardagskvöldið. Hann sér fram á algjört hrun í stórum veislum næstu mánuði. Reiknar með engum stórum veislum á næstunni „Ég áætla að þetta verði allur mars, allar veislur í apríl hljóta að vera farnar og fram í maí. Ég hef enga trú á því að stórar skemmtanir verði haldnar á þessu tímabili.“ Hann vonar að blásið verði til algjörrar veislu í haust í samfélaginu. Varðandi tap vegna afbókana segist hann ekki vera kominn svo langt í ferlinu. „Ég veit það bara að þeir sem töluðu við mig höfðu skilning á þessu og töluðu með hlýhug til okkar. Aðalatriðið er að allir eru að reyna að standa saman,“ segir Guðmundur. Fólk megi ekki missa gleðina. Þá hafi hann ekki tjaldað til einnar nætur. „Við erum fjörutíu ára gamalt fyrirtæki. Við höfum gengið í gegnum ýmislegt hér á Íslandi. Þetta er eitt af því,“ segir Guðmundur. Hann reiknar með að Laugaás jafni sig. „Við höfum passað okkur í gegnum árin eins og flestallir aðrir. Við megum ekki bara horfa á að við séum í rekstri til nokkura mánaða. Þetta er langhlaup. Þetta verður allt í lagi.“
Veitingastaðir Wuhan-veiran Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira