Pompeo sagður hafa látið ríkisstarfsmann ganga með hundinn og útrétta fyrir sig Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2020 13:18 Pompeo með eiginkonu sinni Susan í opinberri heimsókn til Grikklands í október. Ráðherrann hefur verið sakaður um að misnota almannafé. Hann hvatti Trump forseta til að reka eftirlitsmann sem var að kanna slíkar ásakanir. Vísir/EPA Innri endurskoðandi bandaríska utanríkisráðuneytisins var byrjaður að kanna ásakanir um að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi látið pólitískt skipaðan starfsmann sinna persónulegum viðvikum eins og fara út að ganga með hundinn sinn, sækja föt í hreinsun og fleira þegar Donald Trump forseti rak endurskoðandann skyndilega á föstudag. Pompeo er sagður hafa hvatt Trump til að reka eftirlitsmanninn. Ásakanir hafa lengi verið uppi um að Pompeo hafi sem utanríkisráðherra misbeitt fé skattgreiðenda. Í janúar í fyrra var greint frá því að embættismenn hefðu kvartað undan því að Pompeo hefði tekið eiginkonu sína með í ferð til Miðausturlanda á meðan bandaríska alríkisstjórnin var lömuð þegar Trump neitaði að samþykkja bráðabirgðafjárlög til knýja fram fjármagn til landamæramúrsins sem hann vill reisa. Síðasta sumar hélt uppljóstrari því svo fram að Pompeo hefði látið lífverði sinna viðvikum eins og að sækja matarpantanir á veitingastaði og sækja hund ráðherrans, Sherman, í snyrtingu. Í október fór þingmaður demókrata fram á að notkun Pompeo á flugvél ráðuneytisins fyrir ítrekaðar ferðir til heimaríkis hans Kansas yrði rannsökuð. Steve A. Linick, fráfarandi innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins, var byrjaður á rannsókn á því hvort að Pompeo hefði látið pólitískt skipaðan starfsmann sinna einkaerindum fyrir sig og konuna sína eins og að fara út að ganga með hundinn, sækja föt í hreinsun og panta borð á veitingastöðum. Trump forseti tilkynnti Bandaríkjaþingi seint á föstudagskvöld að hann ætlaði að reka Linick. Gaf hann enga aðra ástæðu en að innri endurskoðendur þyrftu að njóta trausts forsetans og það gerði Linick ekki. Demókratar á þingi hafa boðað rannsókn á því hvort að brottrekstur Linick hafi verið ólögleg hefndaraðgerð. New York Times segir að Pompeo hafi sjálfur haldið því að Trump forseta að reka Linick. Í stað Linick tilnefndi Trump sendiherra sem er náinn bandamaður Mike Pence varaforseta. Steve Linick, fráfarandi innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins.Vísir/Getty Hreinsar út innri endurskoðendur Innri endurskoðendur bandarískra alríkisstofnana eiga að hafa eftirlit með starfsemi þeirra og rannsaka mögulegt misferli. Þeir eiga að vera óháðir í störfum sínum. Forseti getur rekið þá en það hafa forsetar ekki gert án gildrar ástæðu. Trump hefur nú ýtt nokkrum innri endurskoðendum til hliðar án sérstaks rökstuðnings á skömmum tíma. Christi Grimm, aðstoðarendurskoðandi heilbrigðisráðuneytisins, var látin taka poka sinn í byrjun maí. Trump hafði brugðist reiður við skýrslu sem hún lét vinna þar sem raktar voru kvartanir sjúkrahúsa um að þau skorti nauðsynlegan búnað til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. Áður hafði Trump rekið Michael Atkinson, innri endurskoðanda leyniþjónustunnar, án skýringa. Atkinson sendi kvörtun uppljóstrara um að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu í samskiptum við forseta Úkraínu til Bandaríkjaþings í fyrra. Kvörtunin varð upphafið að rannsókn Bandaríkjaþings sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. Hann var sýknaður af kærunni í febrúar. Einnig var innri endurskoðandi sem átti að hafa eftirlit með hvernig ríkisstjórnin úthlutaði jafnvirði biljóna íslenskra króna í neyðaraðstoð vegna faraldursins settur út af sakramentinu. Bandarískir fjölmiðlar hafa tengt brottrekstur Linick nú við að hann afhenti Bandaríkjaþingi gögn sem tengdust rannsókn þess á samskiptum Trump við Úkraínu. Trump og Hvíta húsið höfðu bannað embættismönnum að veita þinginu gögn eða aðstoða við rannsóknina. Samtök innri endurskoðenda hafa ekki gefið frá sér yfirlýsingu vegna brottreksturs Linick en einhverjir þeirra hafa lýst áhyggjum af stöðu þeirra nafnlaust við fjölmiðla, af ótta við mögulegar hefndaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Trump forseti reynir í lengstu lög að koma í veg fyrir eftirlit Bandaríkjaþings eða óháðra eftirlitsmanna með störfum sínum og ríkisstjórnar sinnar. Hann hefur látið ríkisstjórnina hunsa stefnur þingsins, neitað að afhenda gögn og rekið innri endurskoðendur sem eiga að rannsaka möguleg svik og misferli.Vísir/AP Fáar gagnrýnisraddir á meðal repúblikana Demókratar ætla að rannsaka brottrekstur Lincik sem sumir þingmenn þeirra hafa kallað „svívirðilegan“. Minna hefur verið um viðbrögð þingmanna Repúblikanaflokks Trump. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Utah, sagði þó á Twitter að brottrekstur á nokkrum innri endurskoðendum væri fordæmalaus. „Að gera það án góðrar ástæðu lamar sjálfstæðið sem er nauðsynlegt tilgangi þeirra. Þetta er ógn við ábyrgt lýðræði og sprunga í skiptingu valds samkvæmt stjórnarskránni,“ tísti Romney sem var eini öldungadeildarþingmaður repúblikana sem greiddi atkvæði með því að Trump yrði fundinn sekur um embættisbrot í vetur. The firings of multiple Inspectors General is unprecedented; doing sowithout good cause chills the independence essential to their purpose. It is a threat to accountable democracy and a fissure in the constitutional balance of power.— Senator Mitt Romney (@SenatorRomney) May 16, 2020 Aðrir repúblikanar sem hafa tjáð sig gengu skemur en Romney. Chuck Grassley, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Iowa, sem hefur verið umhugað um störf innri endurskoðenda sagði í yfirlýsingu að „almennur skortur á trausti“ væri ekki nægjanleg ástæða til að reka Linick. Susan Collins, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Maine, sagði einnig á Twitter að Trump hefði ekki lagt fram rökstuðning fyrir brottrekstri Linick sem krafist væri í lögum um innri endurskoðendur. The President has not provided the kind of justification for the removal of IG Linick required by this law.— Sen. Susan Collins (@SenatorCollins) May 17, 2020 Trump virðist lítið gefa fyrir gagnrýni þeirra. Í tísti í nótt talaði forsetinn um „uppljóstrarasvindl“ og að það þyrfti að gaumgæfa sérstaklega því að það ylli „miklu óréttlæti og skaða“. Tíst Trump voru viðbrögð hans við viðtali fréttaskýringaþáttarins 60 mínútna við uppljóstrara innan heilbrigðisráðuneytisins sem hefur gagnrýnt viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum. ....This whole Whistleblower racket needs to be looked at very closely, it is causing great injustice & harm. I hope you are listening @SenSusanCollins I also hope that Shari Redstone will take a look at her poorly performing gang. She knows how to make things right!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2020 Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samskipti Trump og Úkraínuforseta Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump lætur enn einn háttsetta embættismanninn fjúka Steve Linick, aðaleftirlitsmaður í utanríkisráðuneytinu, er sagður hafa staðið að rannsókn á mögulegum embættisbrotum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 16. maí 2020 09:12 Óháðir eftirlitsmenn í sigtinu hjá Trump Innri endurskoðandi sem átti að hafa eftirlit með hvernig bandaríska alríkisstjórnin ver billjóna dollara björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins varð í gær annar óháði eftirlitsaðilinn sem Donald Trump forseti rekur á einni viku. Forsetinn ýjaði að því að þriðji innri endurskoðandinn léti stjórnast af „pólitík“ 8. apríl 2020 16:53 Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. 6. apríl 2020 15:45 Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. 4. apríl 2020 03:44 Trump rekur eftirlitsmann sem gagnrýndi stöðu heilbrigðiskerfisins Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós. 2. maí 2020 12:07 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Innri endurskoðandi bandaríska utanríkisráðuneytisins var byrjaður að kanna ásakanir um að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi látið pólitískt skipaðan starfsmann sinna persónulegum viðvikum eins og fara út að ganga með hundinn sinn, sækja föt í hreinsun og fleira þegar Donald Trump forseti rak endurskoðandann skyndilega á föstudag. Pompeo er sagður hafa hvatt Trump til að reka eftirlitsmanninn. Ásakanir hafa lengi verið uppi um að Pompeo hafi sem utanríkisráðherra misbeitt fé skattgreiðenda. Í janúar í fyrra var greint frá því að embættismenn hefðu kvartað undan því að Pompeo hefði tekið eiginkonu sína með í ferð til Miðausturlanda á meðan bandaríska alríkisstjórnin var lömuð þegar Trump neitaði að samþykkja bráðabirgðafjárlög til knýja fram fjármagn til landamæramúrsins sem hann vill reisa. Síðasta sumar hélt uppljóstrari því svo fram að Pompeo hefði látið lífverði sinna viðvikum eins og að sækja matarpantanir á veitingastaði og sækja hund ráðherrans, Sherman, í snyrtingu. Í október fór þingmaður demókrata fram á að notkun Pompeo á flugvél ráðuneytisins fyrir ítrekaðar ferðir til heimaríkis hans Kansas yrði rannsökuð. Steve A. Linick, fráfarandi innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins, var byrjaður á rannsókn á því hvort að Pompeo hefði látið pólitískt skipaðan starfsmann sinna einkaerindum fyrir sig og konuna sína eins og að fara út að ganga með hundinn, sækja föt í hreinsun og panta borð á veitingastöðum. Trump forseti tilkynnti Bandaríkjaþingi seint á föstudagskvöld að hann ætlaði að reka Linick. Gaf hann enga aðra ástæðu en að innri endurskoðendur þyrftu að njóta trausts forsetans og það gerði Linick ekki. Demókratar á þingi hafa boðað rannsókn á því hvort að brottrekstur Linick hafi verið ólögleg hefndaraðgerð. New York Times segir að Pompeo hafi sjálfur haldið því að Trump forseta að reka Linick. Í stað Linick tilnefndi Trump sendiherra sem er náinn bandamaður Mike Pence varaforseta. Steve Linick, fráfarandi innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins.Vísir/Getty Hreinsar út innri endurskoðendur Innri endurskoðendur bandarískra alríkisstofnana eiga að hafa eftirlit með starfsemi þeirra og rannsaka mögulegt misferli. Þeir eiga að vera óháðir í störfum sínum. Forseti getur rekið þá en það hafa forsetar ekki gert án gildrar ástæðu. Trump hefur nú ýtt nokkrum innri endurskoðendum til hliðar án sérstaks rökstuðnings á skömmum tíma. Christi Grimm, aðstoðarendurskoðandi heilbrigðisráðuneytisins, var látin taka poka sinn í byrjun maí. Trump hafði brugðist reiður við skýrslu sem hún lét vinna þar sem raktar voru kvartanir sjúkrahúsa um að þau skorti nauðsynlegan búnað til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. Áður hafði Trump rekið Michael Atkinson, innri endurskoðanda leyniþjónustunnar, án skýringa. Atkinson sendi kvörtun uppljóstrara um að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu í samskiptum við forseta Úkraínu til Bandaríkjaþings í fyrra. Kvörtunin varð upphafið að rannsókn Bandaríkjaþings sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. Hann var sýknaður af kærunni í febrúar. Einnig var innri endurskoðandi sem átti að hafa eftirlit með hvernig ríkisstjórnin úthlutaði jafnvirði biljóna íslenskra króna í neyðaraðstoð vegna faraldursins settur út af sakramentinu. Bandarískir fjölmiðlar hafa tengt brottrekstur Linick nú við að hann afhenti Bandaríkjaþingi gögn sem tengdust rannsókn þess á samskiptum Trump við Úkraínu. Trump og Hvíta húsið höfðu bannað embættismönnum að veita þinginu gögn eða aðstoða við rannsóknina. Samtök innri endurskoðenda hafa ekki gefið frá sér yfirlýsingu vegna brottreksturs Linick en einhverjir þeirra hafa lýst áhyggjum af stöðu þeirra nafnlaust við fjölmiðla, af ótta við mögulegar hefndaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Trump forseti reynir í lengstu lög að koma í veg fyrir eftirlit Bandaríkjaþings eða óháðra eftirlitsmanna með störfum sínum og ríkisstjórnar sinnar. Hann hefur látið ríkisstjórnina hunsa stefnur þingsins, neitað að afhenda gögn og rekið innri endurskoðendur sem eiga að rannsaka möguleg svik og misferli.Vísir/AP Fáar gagnrýnisraddir á meðal repúblikana Demókratar ætla að rannsaka brottrekstur Lincik sem sumir þingmenn þeirra hafa kallað „svívirðilegan“. Minna hefur verið um viðbrögð þingmanna Repúblikanaflokks Trump. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Utah, sagði þó á Twitter að brottrekstur á nokkrum innri endurskoðendum væri fordæmalaus. „Að gera það án góðrar ástæðu lamar sjálfstæðið sem er nauðsynlegt tilgangi þeirra. Þetta er ógn við ábyrgt lýðræði og sprunga í skiptingu valds samkvæmt stjórnarskránni,“ tísti Romney sem var eini öldungadeildarþingmaður repúblikana sem greiddi atkvæði með því að Trump yrði fundinn sekur um embættisbrot í vetur. The firings of multiple Inspectors General is unprecedented; doing sowithout good cause chills the independence essential to their purpose. It is a threat to accountable democracy and a fissure in the constitutional balance of power.— Senator Mitt Romney (@SenatorRomney) May 16, 2020 Aðrir repúblikanar sem hafa tjáð sig gengu skemur en Romney. Chuck Grassley, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Iowa, sem hefur verið umhugað um störf innri endurskoðenda sagði í yfirlýsingu að „almennur skortur á trausti“ væri ekki nægjanleg ástæða til að reka Linick. Susan Collins, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Maine, sagði einnig á Twitter að Trump hefði ekki lagt fram rökstuðning fyrir brottrekstri Linick sem krafist væri í lögum um innri endurskoðendur. The President has not provided the kind of justification for the removal of IG Linick required by this law.— Sen. Susan Collins (@SenatorCollins) May 17, 2020 Trump virðist lítið gefa fyrir gagnrýni þeirra. Í tísti í nótt talaði forsetinn um „uppljóstrarasvindl“ og að það þyrfti að gaumgæfa sérstaklega því að það ylli „miklu óréttlæti og skaða“. Tíst Trump voru viðbrögð hans við viðtali fréttaskýringaþáttarins 60 mínútna við uppljóstrara innan heilbrigðisráðuneytisins sem hefur gagnrýnt viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum. ....This whole Whistleblower racket needs to be looked at very closely, it is causing great injustice & harm. I hope you are listening @SenSusanCollins I also hope that Shari Redstone will take a look at her poorly performing gang. She knows how to make things right!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2020
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samskipti Trump og Úkraínuforseta Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump lætur enn einn háttsetta embættismanninn fjúka Steve Linick, aðaleftirlitsmaður í utanríkisráðuneytinu, er sagður hafa staðið að rannsókn á mögulegum embættisbrotum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 16. maí 2020 09:12 Óháðir eftirlitsmenn í sigtinu hjá Trump Innri endurskoðandi sem átti að hafa eftirlit með hvernig bandaríska alríkisstjórnin ver billjóna dollara björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins varð í gær annar óháði eftirlitsaðilinn sem Donald Trump forseti rekur á einni viku. Forsetinn ýjaði að því að þriðji innri endurskoðandinn léti stjórnast af „pólitík“ 8. apríl 2020 16:53 Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. 6. apríl 2020 15:45 Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. 4. apríl 2020 03:44 Trump rekur eftirlitsmann sem gagnrýndi stöðu heilbrigðiskerfisins Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós. 2. maí 2020 12:07 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Trump lætur enn einn háttsetta embættismanninn fjúka Steve Linick, aðaleftirlitsmaður í utanríkisráðuneytinu, er sagður hafa staðið að rannsókn á mögulegum embættisbrotum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 16. maí 2020 09:12
Óháðir eftirlitsmenn í sigtinu hjá Trump Innri endurskoðandi sem átti að hafa eftirlit með hvernig bandaríska alríkisstjórnin ver billjóna dollara björgunarpakka vegna kórónuveirufaraldursins varð í gær annar óháði eftirlitsaðilinn sem Donald Trump forseti rekur á einni viku. Forsetinn ýjaði að því að þriðji innri endurskoðandinn léti stjórnast af „pólitík“ 8. apríl 2020 16:53
Telur að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna skyldu sinni Innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar sem vísaði kvörtun uppljóstrara um framferði Donalds Trump forseta gagnvart Úkraínu til Bandaríkjaþings segir erfitt að álykta ekki að Trump hafi rekið sig fyrir að sinna starfi sínu. Trump hefur ekki gefið neina aðra skýringu á brottrekstrinum en að endurskoðandinn njóti ekki lengur „fyllsta trausts“ hans. 6. apríl 2020 15:45
Trump rekur endurskoðanda sem lét þingið vita af kvörtun uppljóstrara Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að reka eftirlitsaðilann sem lét Bandaríkjaþing vita af því að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað undan samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Kvörtunin varð upphafið að atburðarás sem leiddi til þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. 4. apríl 2020 03:44
Trump rekur eftirlitsmann sem gagnrýndi stöðu heilbrigðiskerfisins Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós. 2. maí 2020 12:07