Innlent

Samninganefndir boðaðar til fundar í fyrramálið

Andri Eysteinsson skrifar
Flugfreyjur söfnuðust saman og sýndu stuðning fyrir utan Karphúsið á dögunum.
Flugfreyjur söfnuðust saman og sýndu stuðning fyrir utan Karphúsið á dögunum. Vísir/Vilhelm

Boðað hefur verið til fundar milli samninganefnda Flugfreyjufélags Íslands annars vegar og Icelandair hins vegar klukkan 8:30 í fyrramálið. Fundurinn mun fara fram í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu í Borgartúni.

Fundi nefndanna sem átti að hefjast klukkan 17 í dag var frestað skömmu áður en að áætlað var að hann hæfist. Samninganefndirnar funduðu stíft í gær og lauk ellefu klukkustunda viðræðum þeirra án samkomulags klukkan eitt um nótt.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru viðræðurnar á afar viðkvæmu stigi en líkt og fjallað hefur verið um hefur andað köldu milli samningsaðila vegna stöðunnar. Samninganefnd Icelandair hefur farið fram á aukið vinnuframlag fyrir sömu laun en staðan er erfið einkum sökum þess að Icelandair stefnir á að safna allt að 29 milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins.


Tengdar fréttir

Flugliðar og Icelandair funda aftur á morgun

Ríkissáttasemjari ákvað að boða til annars fundar klukkan fimm síðdegis á morgun sem þýðir, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, að einhver gangur hefur verið í viðræðunum í dag sem stóð í um ellefu klukkustundir.

Flugliðar og Icelandair funda aftur á morgun

Ríkissáttasemjari ákvað að boða til annars fundar klukkan fimm síðdegis á morgun sem þýðir, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, að einhver gangur hefur verið í viðræðunum í dag sem stóð í um ellefu klukkustundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×