Sóknarmennirnir Mohamed Salah og Sadio Mane hafa farið á kostum með Liverpool síðustu ár og mánuði en þeir eiga eitt sameiginlegt sem gæti gert lífið erfitt fyrir Liverpool liðið í upphafi næsta árs.
Knattspyrnusamband Afríku hefur nefnilega ákveðið að færa Afríkukeppni landsliða aftur inn á tímabilið.
Afríkukeppni landsliða fór fram síðastliðið í sumar og var það breyting frá því sem áður var.
BREAKING: After the 2019 tournament was played over the summer, the next AFCON will be held in January-February 2021 pic.twitter.com/pPbHWzRa6G
— B/R Football (@brfootball) January 15, 2020
Nú hefur verið ákveðið að Afríkukeppni landsliða 2021 sem verður í Kamerún eigi að fari fram í janúar og febrúar.
Alsír varð Afríkumeistari í Egyptalandi í sumar eftir 1-0 sigur á Senegal í úrslitaleiknum.
Rigningartíminn stendur yfir í Kamerún í júní og júlí sem hentar ekki vel og þá fer einnig ný heimsmeistarakeppni félagsliða fram sumarið 2021. Knattspyrnusamband Afríku ákvað því að færa mótið aftur inn á tímabilið.
Afrískum leikmönnum í evrópsku toppdeildunum hefur fjölgað mikið á síðustu árum og þetta hefur því auðvitað áhrif á mörg félög í Evrópu. Liverpool er samt í einna verstu málunum.
Liverpool getur nú búið sig undir það að vera án þeirra Naby Keita, Mohamed Salah og Sadio Mane í sex vikur á mikilvægum tíma á næsta tímabili.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur áður sagt frá því hversu feginn hann var þegar Afríkukeppnin var færð yfir á sumarið. Sú breyting var hins vegar ekki langvinn eins og nú hefur komið í ljós.
Klopp þarf því hugsanlega að styrkja Liverpool liðið næsta sumar með það í sumar og að missa þá Keita, Salah og Mane í langan tíma.