Innlent

Skaut hjól­reiða­mann í rassinn með loft­byssu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hjólað í Reykjavík. Mynd er úr safni.
Hjólað í Reykjavík. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var á áttunda tímanum í gærkvöldi tilkynnt um farþega í bifreið á ferð í Kópavogi sem skotið hafði úr loftbyssu „í sitjanda á reiðhjólamanni“, líkt og það er orðað í dagbók lögreglu.

Bíllinn var stöðvaður skömmu síðar og loftbyssan haldlögð. Eigandi hennar er ólögráða unglingur og málið unnið með aðkomu forráðamanna og tilkynningu til Barnaverndar. Engum frekari sögum fer af líðan hjólreiðamannsins í dagbók lögreglu.

Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað í Laugardalnum klukkan níu í gærkvöldi, þar sem búið var að spenna upp glugga, fara inn og stela verðmætum. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×