Tölurnar mest sláandi hjá 10 til 14 ára drengjum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. febrúar 2020 22:00 Notkun á metýlfenítdat-lyfjum hefur aukust um 150 prósent á síðustu 10 árum. Skjáskot/Stöð 2 Ríflega einn af hverjum sjö drengjum á aldrinum 10 til 14 ára notar ADHD-lyf við ofvirkni og athyglisbresti. Notkun barna og fullorðinna á lyfinu jókst um tæplega tíu prósent í fyrra miðað við árið á undan og um 150 prósent á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri samantekt landlæknisembættisins. Fyrst og fremst er um að ræða metýlfenídat lyf, eins og til dæmis rítalín og concerta. Í samantektinni kemur fram að fjöldi notenda hafi verið rúmlega fimm þúsund árið 2010 en í fyrra voru notendur orðnir ríflega fjórtán þúsund. „Bara ef við tökum þjóðina í heild þá er um það bil einn af hverjum tuttugu og fimm á þessum lyfjum,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis. Notkun á metýlfenítdat-lyfjum hefur aukust um 150 prósent á síðustu 10 árum. Í fyrra hélt þróunin áfram og var rúmlega sjö prósent aukning á milli áranna 2018 og 2019. „Það er aukning bæði hjá börnum og fullorðnum en hún er miklu meira áberandi hjá fullorðnum og enn þá meira áberandi hjá konum en þær eru að ná karlmönnum í notkun þessara lyfja. Það hefur orðið rúmlega tvöföldun hjá karlmönnum á síðustu tíu árum og næstum því 200 prósent aukning hjá konum, 190 prósent aukning á síðustu tíu árum.“ Á síðustu tíu árum hefur orðið meira en helmings aukning á notkun meðal barna. Ómögulegt að segja hvort of margir fái greiningu Andrés segir tölurnar mest sláandi þegar kemur að drengjum á aldrinum 10-14 ára en ríflega einn af hverjum sjö nota ADHD-lyf. „Þú getur ekki fengið ávísað svona lyfjum nema þú hafir fengið ADHD greiningu þannig það er svona gífurlegur fjöldi drengja sem hefur fengið þessa greiningu.“ Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis.Skjáskot/Stöð 2 Það sé ómögulegt að segja til um það hvort um sé að ræða ofgreiningar. Sé það þó tilfellið geti það haft slæmar afleiðingar. Lyfjunum fylgi aukaverkanir. Þau geti meðal annars haft áhrif á blóðþrýsting. „Það getur haft áhrif á það að börn taki ekki út allan vöxt.“ Mikilvægt sé að finna skýringar á þróuninni. „Er þetta vegna þess að ADHD er svona gífurlega algengt á Íslandi, þetta eru til dæmis miklu hærri tölur en á hinum Norðurlöndunum. Eða er meira álag á fólki, er meiri krafa um að geta einbeitt sér lengur og sitja kjurr?“ Andrés segir að reynt hafi verið að bregðast við. Til dæmis hafi ný reglugerð verið sett árið 2018 en samkvæmt henni má bara skrifa út 30 daga skammt af lyfinu en fyrir þann tíma mátti skrifa út 100 daga skammt. Þá má bara ávísa lyfinu til þeirra sem hafa ADHD-greiningu, ólíkt því sem áður var. „Þannig það er ýmislegt sem við erum að reyna gera en það er einhver rosalegur þrýstingur í samfélaginu um að fleiri og fleiri fái þessi lyf.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Ríflega einn af hverjum sjö drengjum á aldrinum 10 til 14 ára notar ADHD-lyf við ofvirkni og athyglisbresti. Notkun barna og fullorðinna á lyfinu jókst um tæplega tíu prósent í fyrra miðað við árið á undan og um 150 prósent á síðustu tíu árum, samkvæmt nýrri samantekt landlæknisembættisins. Fyrst og fremst er um að ræða metýlfenídat lyf, eins og til dæmis rítalín og concerta. Í samantektinni kemur fram að fjöldi notenda hafi verið rúmlega fimm þúsund árið 2010 en í fyrra voru notendur orðnir ríflega fjórtán þúsund. „Bara ef við tökum þjóðina í heild þá er um það bil einn af hverjum tuttugu og fimm á þessum lyfjum,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis. Notkun á metýlfenítdat-lyfjum hefur aukust um 150 prósent á síðustu 10 árum. Í fyrra hélt þróunin áfram og var rúmlega sjö prósent aukning á milli áranna 2018 og 2019. „Það er aukning bæði hjá börnum og fullorðnum en hún er miklu meira áberandi hjá fullorðnum og enn þá meira áberandi hjá konum en þær eru að ná karlmönnum í notkun þessara lyfja. Það hefur orðið rúmlega tvöföldun hjá karlmönnum á síðustu tíu árum og næstum því 200 prósent aukning hjá konum, 190 prósent aukning á síðustu tíu árum.“ Á síðustu tíu árum hefur orðið meira en helmings aukning á notkun meðal barna. Ómögulegt að segja hvort of margir fái greiningu Andrés segir tölurnar mest sláandi þegar kemur að drengjum á aldrinum 10-14 ára en ríflega einn af hverjum sjö nota ADHD-lyf. „Þú getur ekki fengið ávísað svona lyfjum nema þú hafir fengið ADHD greiningu þannig það er svona gífurlegur fjöldi drengja sem hefur fengið þessa greiningu.“ Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis embættis landlæknis.Skjáskot/Stöð 2 Það sé ómögulegt að segja til um það hvort um sé að ræða ofgreiningar. Sé það þó tilfellið geti það haft slæmar afleiðingar. Lyfjunum fylgi aukaverkanir. Þau geti meðal annars haft áhrif á blóðþrýsting. „Það getur haft áhrif á það að börn taki ekki út allan vöxt.“ Mikilvægt sé að finna skýringar á þróuninni. „Er þetta vegna þess að ADHD er svona gífurlega algengt á Íslandi, þetta eru til dæmis miklu hærri tölur en á hinum Norðurlöndunum. Eða er meira álag á fólki, er meiri krafa um að geta einbeitt sér lengur og sitja kjurr?“ Andrés segir að reynt hafi verið að bregðast við. Til dæmis hafi ný reglugerð verið sett árið 2018 en samkvæmt henni má bara skrifa út 30 daga skammt af lyfinu en fyrir þann tíma mátti skrifa út 100 daga skammt. Þá má bara ávísa lyfinu til þeirra sem hafa ADHD-greiningu, ólíkt því sem áður var. „Þannig það er ýmislegt sem við erum að reyna gera en það er einhver rosalegur þrýstingur í samfélaginu um að fleiri og fleiri fái þessi lyf.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira