Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar.
Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þannig megi til að mynda ekki vanvirða kínverska þjóðsönginn og þá geta Kínverjar nú komið upp starfsstöðvum fyrir öryggisstofnanir í Hong Kong.
Bandarísk stjórnvöld hafa nú þegar tilkynnt að ekki verði lengur litið á Hong Kong sem sjálfstjórnarhérað í Kína, en slíkt kann að hafa mjög slæm áhrif á efnahag Hong Kong.
Íbúar á Hong Kong hafa mótmælt aðgerðunum en piparkúlum var skotið á mótmælendum og öðrum vegfarendum fyrir utan þinghúsið í gær. Mörg hundruð manns hafa verið handtekin.
Bretar afhentu kom Hong Kong í hendur Kínverja árið 1997 gegn því loforði að grunnfrelsi íbúa eyjunnar yrði áfram tryggt með aðferðinni „eitt land, tvö kerfi“.