Allir flokkar studdu frumvarp um Menntasjóð námsmanna fyrir utan Miðflokkinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júní 2020 14:39 Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna var samþykkt á Alþingi í dag með 52 atkvæðum. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti nú fyrir stundu frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um menntasjóð námsmanna. Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. Frumvarpið felur í sér umtalsverðar breytingar á lánum til námsmanna sem að hluta til geta orðið styrkir og ábyrgðamannakerfið verður að mestu lagt niður. Með nýjum lögum geta þeir sem taka lán hjá Menntasjóði fengið 30% af lánum sínum breytt í styrk, ljúki þeir námi innan tilgreindra tímamarka. Námsstyrkur verði veittur vegna framfærslu barna og við námslok geti lántakandi valið hvort hann endurgreiði lánið með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi. Vextir verða breytilegir og munu hækka frá því sem bauðst í eldra námslánakerfi, vaxtaþak miðast þó við 4% á verðtryggðum lánum og 9% á óverðtryggðum lánum. Þá er í nýju lögunum gert ráð fyrir að að þremur árum liðnum fari fram heildarendurskoðun á námslánakerfinu. Telja skorta skýringar á fjölgun starfsmanna sjóðsins Í nefndaráliti Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, fulltrúa Miðflokksins í allsherjar- og menntamálanefnd, segir að gert sé ráð fyrir að Menntasjóðurinn fái aukið rekstrarfé til að mæta auknum kröfum um þjónustuhlutverk sjóðsins samkvæmt frumvarpinu. Jafnframt er gert ráð fyrir 10–15 stöðugildum til viðbótar hjá Menntasjóðnum. Það sé mat hennar að ekki hafi verið veittar viðhlítandi skýringar á fjölgun starfsmanna sjóðsins. „Þá skýtur það skökku við að í frumvarpinu er gert ráð fyrir auknum umsvifum annarra stofnana en samhliða því er þó ekki gert ráð fyrir fjölgun starfsmanna hjá þeim stofnunum. Í ljósi þess hefði verið æskilegt að gera nánari grein fyrir þessum kostnaðarlið við mat á áhrifum lagasetningarinnar,“ segir í minnihlutaáliti Önnu Kolbrúnar. Þá gerir Miðflokkurinn jafnframt athugasemdir við flokkun lánasjóðsins eftir því hvort um sé að ræða A-hluta eða B-hluta stofnun. „svo virðist sem ekki ríki einhugur um flokkun lánasjóðsins ásamt því að óvissa ríkir um áhrif frumvarpsins á ríkisfjármálin telur 1. minni hluti ástæðu til að árétta að þessi flokkun verði tekin til sérstakrar skoðunar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið,“ segir í álitinu. Alþingi Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Námslán Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Alþingi samþykkti nú fyrir stundu frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um menntasjóð námsmanna. Menntasjóður mun leysa af hólmi Lánasjóð íslenskra námsmanna en frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 52 þingmanna en sjö þingmenn Miðflokksins greiddu ekki atkvæði. Frumvarpið felur í sér umtalsverðar breytingar á lánum til námsmanna sem að hluta til geta orðið styrkir og ábyrgðamannakerfið verður að mestu lagt niður. Með nýjum lögum geta þeir sem taka lán hjá Menntasjóði fengið 30% af lánum sínum breytt í styrk, ljúki þeir námi innan tilgreindra tímamarka. Námsstyrkur verði veittur vegna framfærslu barna og við námslok geti lántakandi valið hvort hann endurgreiði lánið með óverðtryggðu eða verðtryggðu skuldabréfi. Vextir verða breytilegir og munu hækka frá því sem bauðst í eldra námslánakerfi, vaxtaþak miðast þó við 4% á verðtryggðum lánum og 9% á óverðtryggðum lánum. Þá er í nýju lögunum gert ráð fyrir að að þremur árum liðnum fari fram heildarendurskoðun á námslánakerfinu. Telja skorta skýringar á fjölgun starfsmanna sjóðsins Í nefndaráliti Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, fulltrúa Miðflokksins í allsherjar- og menntamálanefnd, segir að gert sé ráð fyrir að Menntasjóðurinn fái aukið rekstrarfé til að mæta auknum kröfum um þjónustuhlutverk sjóðsins samkvæmt frumvarpinu. Jafnframt er gert ráð fyrir 10–15 stöðugildum til viðbótar hjá Menntasjóðnum. Það sé mat hennar að ekki hafi verið veittar viðhlítandi skýringar á fjölgun starfsmanna sjóðsins. „Þá skýtur það skökku við að í frumvarpinu er gert ráð fyrir auknum umsvifum annarra stofnana en samhliða því er þó ekki gert ráð fyrir fjölgun starfsmanna hjá þeim stofnunum. Í ljósi þess hefði verið æskilegt að gera nánari grein fyrir þessum kostnaðarlið við mat á áhrifum lagasetningarinnar,“ segir í minnihlutaáliti Önnu Kolbrúnar. Þá gerir Miðflokkurinn jafnframt athugasemdir við flokkun lánasjóðsins eftir því hvort um sé að ræða A-hluta eða B-hluta stofnun. „svo virðist sem ekki ríki einhugur um flokkun lánasjóðsins ásamt því að óvissa ríkir um áhrif frumvarpsins á ríkisfjármálin telur 1. minni hluti ástæðu til að árétta að þessi flokkun verði tekin til sérstakrar skoðunar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið,“ segir í álitinu.
Alþingi Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Námslán Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira