Erlent

For­seti Búrúndí er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Pierre Nkurunziza tók við embætti forseta Búrúndí árið 2005.
Pierre Nkurunziza tók við embætti forseta Búrúndí árið 2005. Getty

Pierre Nkurunziza, forseti Afríkuríkisins Búrúndí, er látinn, 55 ára að aldri.

Í yfirlýsingu frá ríkisstjórn landsins segir að Nkurunziza hafi látist af völdum hjartaáfalls í gærkvöldi.

Erlendir fjölmiðlar segja Nkurunziza hafa fundið fyrir óþægindum eftir að hafa tekið þátt í blakleik og þá leitað aðhlynningar á sjúkrahúsi.

Nkurunziza tók við embætti forseta Búrúndí árið 2005. Mikil mótmæli brutust út í landinu eftir að hann bauð sig fram til endurkjörs árið 2015, en alls dóu 1.200 manns í óeirðum og ofbeldisöldunni sem fylgdi, auk þess að um 400 þúsund manns lögðust á flótta frá landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×